4 stangir í 2 daga, 11-13. ágúst 2025
Hád – hád
Stangardagurinn á kr. 59.500

 

Hvolsá og Staðarhólsá falla í einum ósi til sjávar í Saurbæ, Dalasýslu. Hvolsá sjálf er 9 km. löng þangað sem Svínadalsá og Brekkudalsá sameinast. Staðarhólsá er laxgeng 7,5 km að fossi hjá Kjarlaksvöllum. Norðan við ósana er varnargarður sem myndar lón sem stendur eftir þegar fjarar, en sjór fellur upp í báðar árnar.

Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 166 laxar og 5-600 bleikjur.

Veiðin undanfarin ár hafa verið ca. á bilinu 100-300 skráðir laxar og 200-500 bleikjur.

Veitt er á samtals 4 stangir í Hvolsá og Staðarhólsá og stærsta hluta sumarsins eru þær stangir seldar saman í 1 pakka, hvert holl.

Mjög fínt veiðihús er við Hvolsá og Staðarhólsá. 6 herbergi, góð stofa og vel útbúið eldhús, grill osfrv.

Hægt er að lesa nánar um Hvolsá og Staðarhólsá undir „ár og vötn“ hér á síðunni. Þar má einnig finna kort af svæðinu

Leyfilegt agn er fluga og maðkur.