Lónsá er lítil veiðiperla á Langanesi. Lónsá er í um 5 mínútna fjarlægð frá Þórshöfn og rennur áin í sjóin stutt frá bænum Ytra Lóni.
Lónsá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir góða sjóbleikju veiði en bæði sjóbirtingur og staðbundin urriði hefur aukist mikið síðustu ár.
Lónsá hentar einstaklega vel til þurrfluguveiða en einnig veiðist mjög vel á hefðbundnar straumflugur og púpur.