Norðurá I

Ekki til á lager

Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins. Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II. Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði. Veiðimenn sem veiða Norðurá I dvelja í veiðihúsinu Rjúpnahæð, í fullu fæði og þjónustu. Veiðimenn sem veiða Norðurá II – Fjallið, dvelja í mjög góðu „self catering“ húsi „Skógarnef“, sem er í landi Hvamms, neðarlega á veiðisvæðinu.

Hér að neðan má finna veiðileyfi á veiðisvæði Norðurá I, aðal svæði Norðurár.

Veiðisvæði Norðurár I tekur breytingum yfir sumarið. Frá 6. júní  (hádegi) nær veiðisvæðið frá og með Kálfhyl á Stekkssvæðinu og upp að brú við Fornahvamm. Frá 6. júlí  (hádegi) nær veiðisvæðið frá Engjanefi við Munaðarnes til og með Hvammsleiti. Frá 1. september og til loka veiðitímans 8. sept. nær veiðisvæðið frá Engjanefi og að Króksfossi.
Vinsamlegast athugið að Veiðiréttareigendur við Norðurá hafa samþykkt fyrirmæli Veiðimálastofnunar, VMST, um að skylt sé að sleppa tveggja ára laxi sem er yfir 70 cm. Þetta er gert í því augnamiði að vernda stórlaxastofn árinnar. Leyfilegt er að halda eftir 3 smálöxum á dag.
Leyfilegt agn er fluga í Norðurá. Hér að neðan má finna nokkra lausa daga í Norðurá I. Verðið er fyrir veiðileyfin. Greiðsla fyrir fæði og gistingu er greidd í veiðihúsinu við Rjúpnahæð.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Vörunúmer: N Flokkar: , , , Merkimiði: