Veiðileyfi í 1 dag – stök stöng

Verð á stangardag er kr. 4.900

 

Viltu veiða í stórbrotnu landslagi?

Silungasvæði Ófæru er fjögurra stanga veiðisvæði og eru stangirnar seldar 2 saman. Veiðisvæðið samanstendur af Syðri-Ófæru annarsvegar og Nyrðri-Ófæru hinsvegar. Góð veiði hefur verið á svæðinu undanfarin ár og er fyrst og fremst um fallega bleikju að ræða.

Einstök náttúrufegurð er á svæðinu, Ófærufoss er einstaklega fallegur foss í ánni Nyrðri-Ófæru og fellur í tveimur fossum ofan í Eldgjá. Í hylnum fyrir neðan fossinn leynast oft vænar bleikjur og er þar um einn stórbrotnasta veiðistað landsins að ræða.

Í byrjun tímabils er helst að finna fisk í hyljum nálægt fossum en þegar líður á sumarið dreifir hann sér víðar um ánna. Veiðistaðir eru ekki merktir við Ófærur og krefst þetta veiðisvæði því þess að veiðimenn séu duglegir að ganga, leita og prufa sig áfram.

Veiðileyfið gefur einnig rétt til að veiða í Blautulóni. Sjá hér: “linkur á Blautulón”

Veitt er á flugu og skal öllum fiski sleppt. Tilkynna skal allan veiddan fisk í N-Ófæru og S-Ófæru með tölvupósti á netfangið [email protected]. Gott er ef veiðimenn taka þar fram hvaða á var um að ræða, stærð, nafn flugu og grófa staðarlýsingu.

Það má finna góða gistingu í nágrenninu t.d. Hólaskjól og Snæbýli. Einnig má tjalda við Blautulón og sé það gert eru vinsamleg tilmæli að veiðimenn skilji ekkert eftir sig og hugsi vel um umhverfið.