SETBERGSÁ

Verð fyrir 2 stangir í Heilan dag, 26. júlí. Verð per stöng er 30.000

Engin gisting fylgir.

Fluguveiði

Lýsing:

Setbergsá er alls 14 kílómetra löng dragá á Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi, þar af veiðisvæði um 8 km.

Neðri hluti árinnar, frá Setbergsfossi og niður að ármótum við Stóra Langadalsá, fellur um gljúfur sem heldur fiski í djúpum holum með klapparbotni. Oft getur verið erfitt að sjá fisk á þessu svæði þar sem hann liggur undir steinum og í hvítfryssinu. Fyrir ofan Setbergsfoss breytist áin svo í hæg rennandi vatnsfall með löngum beygjum og moldarbökkum. Áin er alla jafna mjög tær og því skyldi nálgast alla veiðistaði með aðgát til að fæla ekki fisk.

Veiðitímabil: Veitt er í ánni frá 14. júlí til 29. Ágúst. Ekki er veitt á miðvikudögum

Veiðisvæðið: Veiðisvæði er frá ármótum Setbergsár og Stóra Langadals ár að efsta veiðistað við bæinn Litla Langadal. 30 merktir veiðistaðir eru í ánni.

Vegur liggur með allri ánni fær öllum bílum en stundum þarf að ganga aðeins að ánni. Á fjórhjóladrifsbíl er hægt að keyra árbakkana að stórum hluta á efri hluta árinnar.

Agn: Aðeins er veitt á flugu.

Veiðireglur: Leyft er að veiða á 2 stangir á hverjum degi. Öllum laxi skal sleppt.

Skila þarf skýrslu um veidda laxa, stærð, agn og veiðistað. Senda á [email protected]

Fjöldi stanga: 2 stangir sem seldar eru saman í pakka.

Veiðihús: Ekkert veiðihús á svæðinu en  hægt að fá að tjalda eða koma fyrir hjólhýsi án þjónustu