Kortið gildir innan veiðitímabilsins 2024, frá 20. apríl og fram til 20. sept. Einungis sá sem kaupir kortið, má nýta það – ekki er hægt að framselja án þess að láta veiða.is vita af framsalinu.

Leyfilegt agn: Maðkur, fluga, og spónn.

Veiðitími: 24/7

Veiðikort allt svæðið (1) – Veiðikort Skorradalsvatn vestur – Veiðikort Skorradalsvatn austur (1)

Veiðisvæðið:

Óheimilt er að veiða á eftirtöldum svæðum: ( veiði er leyfð annarsstaðar í vatninu).

  • Allt land jarðarinnar Vatnsenda. Frá landamerkjum Vatnsenda og Grundar lækur sem liggur í skurði út í vatn fyrir neðan brekku á veginum.
  • Fyrir landi Haga í Skorradal – frá girðingu neðan við sumarhúsabyggð á Stóru-Drageyri ( vegurinn fer í gegnum girðinguna) að læk austan við sumarhús Landspítalans þar er skilti markar mörk friðlands í Vatnshornskógi.
  • Fyrir neðan sumarhúsabyggðina í Hvammi að Athafnasvæði Skógræktarinnar.
  • Fyrir neðan sumarhúsabyggðina í Dagverðarnesi inn fyrir innsta bústaðinn.
  • Allt Fitjalandið frá girðingu á milli Háafells og Fitja, er utan veiðisvæðis auk Fitjaár sem er friðuð til hrigningar fyrir Urriðann.
  • Allt land Litlu- Drageyrar frá ósum lítillar ár sem að skilur jarðirnar Litlu- Drageyri og Stóru-Drageyri.
  • Allt land Þrætueyrar að undan eru utan veiðisvæðis. Að sumarhúsabyggð á Indriðastöðum.
  • Þessi svæði sem eru undanskilin veiði eru merkt með rauðu á veiðikorti.

Veiðireglur

Hérna að neðan kaupir þú sumarkort í Skorradalsvatn á ofangreind svæði.