Veiðisvæði Straumana er þar sem Hvítá og Norðurá í Borgarfirði sameinast. Svæðið er að vonum mjög vinsælt meðal veiðimanna enda fer um svæðið gríðarlega mikið af laxi sem er á leið uppí laxveiðiárnar ofar á svæðinu.

Í Straumunum veiðist m.a. lax sem er á leið í Þverá, Norðurá og Gljúfurá. Einnig er alltaf töluvert af laxi á svæðinu allt tímabilið. Um og uppúr miðjum júlí bætist síðan sjóbirtingur í aflann og eftir því sem líður á sumarið er hann stærri hluti af veiðinni. Seldar eru 2 stangir í Straumana og er þær ávallt seldar saman.

2 veiðihús eru á svæðinu sem standa veiðimönnum til boða. Húsgjald, kr. 59.000 er innifalið í verði á hverju holli. Uppábúið og þrif.

Leyfilegt agn er fluga í júní og júlí en í ágúst má einnig veiða á spún. Undir „Ár og vötn“ er hægt að lesa nánar um Straumana.

Kvóti er 2 laxar á stöng á dag – Veiða og sleppa má að vild.

ImageVaraVerðStaðaStaðsetningTímabilAðgerðhf:tax:product_cathf:tax:product_tag
Straumar í Borgarfirði - Sjóbirtingsholl. 23-25. sept 2025. 2 stangir í 2 daga. Húsgjald innifalið
Straumar í Borgarfirði - Sjóbirtingsholl. 23-25. sept 2025. 2 stangir í 2 daga. Húsgjald innifalið179.000kr.

1 á lager

, , , , Skoðalaxveidi sjobirtingsveidi straumar-i-borgarfirdi veidileyfi vesturlandsept
Go to Top