Svartá er í Svartárdal er gullfalleg fluguveiðiá. Svartá rennur í Blöndu í Langadal og er áin líkt og Blanda þekkt fyrir væna laxa. Veiðisvæðið byrjar við veiðistaðinn Gullkistu en þar rétt fyrir ofan er Ármót sem hefur verið aflahæsti veiðistaðurinn í Svartá ár eftir ár. Þar ræður reyndar vatnshæð Blöndu mestu um. Efsti veiðistaðurinn á Laxasvæðinu er Teigakot
Svartá er meðalstór bergvatnsá með 480 ferkm. vatnasvið. Sameiginlegt veiðifélag er með Blöndu og Svartá.
Staðsetning: Svartá er í um 270 km fjarlægð frá Reykjavík, og 28 km frá Blönduósi.
Leyfilegt agn og veiðireglur: Eingöngu fluga. Öllum laxi sleppt
Veiðitímabil: 1. júlí til 30. september.
Fjöldi stanga: Leyfilegt er að veiða á 4 stangir í Svartá en þegar veiðileyfi eru keypt, þá þarf einungis að greiða fyrir 3 stangir.
ATH. greitt fyrir 3 stangir en veiða má á 4 stangir.