Syðri Brú

Syðri Brú er  stór skemmtilegt laxveiðisvæði, og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Syðri Brú er efsta veiðisvæðið í Soginu, í 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Svæðið er stutt og þægilegt og nær frá Landaklöpp niður að Merkjalæk um 2,5 km. Syðri Brú hefur oft í gegnum tíðinni verið með hæðstu veiði pr stöng í ánni.

8 merktir veiðistaðir eru á svæðinu.  Ber þar helst að nefna helst að nefna Landaklöpp, sem er efsti veiðistaður svæðisins og beint niður af húsinu. Landalöpp hefur í gegn um tíðina oft gefið frábæra veiði. Viljum við benda veiðimönnum á að öll veiði er bönnuð frá gömlu brú sem liggur ofan við Landaklöpp. Þar sem Landklöpp er efsti veiðstaður í Soginu þá safnast oft mikið af Laxi á Landaklöppinni.

Á svæði Syðri Brúar veiðist töluvert af bleikju, einnig reitingur af urriða.

Leyfileg er að taka einn smálaxa Hæng á dag undir 70 cm.  En allan silung sem veiðist er leyfilegt að taka. Eina leyfilega agnið er fluga.

Seldir eru stakir dagar, frá morgni til kvölds. Veiðitíminn er 7-13 og 16-22, en eftir 10. ágúst er Veiðitími seinni vaktarinnar 15-21.

Veiðihús fylgir ekki með leyfinu en hægt er að útvega gistingu ef  þess er óskað.

Ef þig vantar aðstoð við að ganga frá bókun, sendu þá póst á info@veida.is eða hringdu í síma 897 3443