DAGLEYFI – GILDIR FYRIR KEYPTAN DAG – RAFRÆN KVITTUN GILDIR SEM LEYFIÐ

Leyfilegt agn: Fluga

Veiðitími: 8:00 – 21:00

 

Veiðisvæðið:

Tangavatn er lítið manngert vatn skammt frá bænum Galtalæk II í Rangárvallarsýslu, í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík, en rúmlega 30 km fjarlægð frá þjóðvegi 1, beygt upp veg nr.26.

Á Galtalæk II er/var eldisstöð frá fiskeldinu í Fellsmúla, þar sem hinn víðfrægi ísaldarurriði er alinn upp áður en honum er sleppt í Veiðivötn, en einnig er þar alinn fiskur af Grenlækjarstofni. Þessum fiski er sleppt í Tangavatn.
Í vatnið hefur bæði urriða, sjóbirtingi og bleikju verið sleppt. Veiði er oft mjög góð í vantinu. Mest er um að ræða tveggja til þriggja punda fiska, en allt að 10 punda fiskar hafa veiðst í vatninu frá því sleppingar hófust í kringum 1992.

Veiðitímabil: 1. Apríl til 15. september.

Leyfilegt Agn: Fluga

Veiðireglur og tími: Veiða má frá kl. 8:00 til kl. 21:00. Sleppa skal öllum fiski. Seldar eru 4 stangir á dag.