Gufuá er 2ja stanga laxveiðá í Borgarfirði. Gufuá á sameiginlegan ós með Hvítá. Stór hluti Gufuár getur orðið mjög vatnslítill á þurrkasumrum en á fyrstu 10 veiðistöðum árinnar gætir flóðs og fjöru og yfir aðal veiðitímabilið, á þeim tíma sem lax er að ganga upp í ána, þá geta veiðimenn stundum gert ævintýralega veiði neðst í ánni. Við hvetjum veiðimenn til að lesa veiðistaðalýsingu frá ánni, hérna. Hún gefur góða lýsingu af ánni. Veitt er á 2 stangir og seldir eru stakir dagar. Veiðimönnum stendur til boða afnot af veiðihúsi við ána, og má koma í það að kveldi fyrir veiðidag.

Veiða má á flugu og maðk í Gufuá.