Langadalsá á upptök sín á Þorskafjarðarheiði í um 4 – 500 metra hæð yfir sjó. Áin er dragá, 24 km.að lengd og fellur um samnefndan dal til sjávar við Nauteyrarós innst við Ísafjarðardjúp. Áin er fiskgeng um 20 km. veg og meðal sumarrennsli 1,6 rúmm. á sek. Hún rennur um vel gróið láglendi norður Langadalinn, sem er óvanalegt á þessum slóðum.

Stangir og leyfilegt agn: Áin er veidd með aðeins 3-4 stöngum og er eingöngu leyfð fluguveiði enda er áin einstaklega vel fallin til fluguveiða. Öllum laxi skal sleppt.

Veiðisvæðið: Merktir veiðistaðir eru 37 talsins og aðgengi að veiðistöðum er hið besta og er fólksbílafært með ánni.

Gott veiðihús er við ána. Fer vel um stóra veiðihópa. Húsgjald kr. 65.000 er greitt sérstaklega. Þrif og uppábúið.

ImageVaraVerðStaðaStaðsetningTímabilAðgerðhf:tax:product_cathf:tax:product_tag
Langadalsá 28-30. sept 2024 - Verð fyrir 4 stangir í 2 daga
Langadalsá 28-30. sept 2024 - Verð fyrir 4 stangir í 2 daga Original price was: 496.000kr..Current price is: 392.000kr..

1 á lager

, , , , Skoðalangadalsa laxveidi nordurland veidileyfi vesturlandseptember
Go to Top