Langadalsá við Djúp

Langadalsá á upptök sín á Þorskafjarðarheiði í um 4 – 500 metra hæð yfir sjó. Áin er dragá, 24 km.að lengd og fellur um samnefndan dal til sjávar við Nauteyrarós innst við Ísafjarðardjúp. Áin er fiskgeng um 20 km. veg og meðal sumarrennsli 1,6 rúmm. á sek. Hún rennur um vel gróið láglendi norður Langadalinn, sem er óvanalegt á þessum slóðum.

Stangir og leyfilegt agn: Áin er veidd með aðeins 4 stöngum og er eingöngu leyfð fluguveiði enda er áin einstaklega vel fallin til fluguveiða. Öllum laxi skal sleppt.

Veiðisvæðið: Merktir veiðistaðir eru 37 talsins og aðgengi að veiðistöðum er hið besta og er fólksbílafært með ánni.

Langadalsá er síðsumarsá að upplagi en þónokkuð er af snemmgengnum tveggja ára laxi á vatnasvæðinu og hefur sá stofn farið vaxandi í kjölfar skyldusleppinga á stórlaxi sem hófust árið 2013.

Veiðitímabil: Veiðin hefst 24 júni og lýkur 20 september.

Veiðitölur: Meðalveiði í Langadalsá síðustu 15 ár eru um 310 laxar. Þá er einnig ágæt sjóbleikjuveiði í ánni.

Veiðihús: Veiðihúsið við Langadalsá er einstaklega rúmgott. Þar eru 8 tveggja manna herbergi. Rúmgóð stofa og borðstofa. Þá er góð verönd við húsið, góð gufa, heitur pottur og gasgrill. Langadalsá hentar þvi einstaklega vel fyrir minni veiðhópa og fjölskyldur. Húsgjald, kr. 55.000 er innheimt sérstaklega með hverju holli.