Reykjadalsá í Þing

Ekki til á lager

Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu er í Reykjadal. Reykjadalur er næsti dalur við Aðaldal. Aðallega veiðist urriði í Reykjadalsá en einnig bleikja og lax. Veiðisvæði árinnar spannar rétt um 35 km og því er vel rúmt um þær 6 stangir sem mega veiða hana að hámarki. Reykjadalsá er fyrst og fremst þekkt fyrir frábæra urriðaveiði og er urriðinn mjög vænn. Sumir kalla ánna alla, „þurrflugna Paradís“. Urriðinn virðist vel dreifður um alla á enda sýna veiðitölur að nóg virðist vera af honum í ánni. Árlega veiðast hátt í 3.000 urriðar og um 100 laxar, að meðaltali. Síðasta sumar komu margir urriðar á land sem voru yfir 50 cm langir.

Reykjadalsá rennur í Laxá í Aðaldal efst á Nessvæðinu, í gegnum Vestmannsvatn og Eyvindarlæk. Laxar Reykjadalsár þurfa því að synda  í gengum allt stangarsvæði Laxár áður en þeir komast í heimkynni sín.

Veitt er á 6 stangir í Reykjadalsá og er fluga eina leyfilega agnið. Veiðimenn hafa afnot af mjög góðu veiðihúsi við Reykjadalsa og eru rúmin uppá búin. Grunnreglan er sú að allar 6 stangirnar eru seldar saman í pakka. Sendið póst á info@veida.is, ef óskað er eftir færri stöngum.

Í hollunum sem hér eru til sölu, er Veitt í 2 1/2 eða 3 1/2 dag í senn. Heill-heill-1/2 eða heill-heill-heill-hálfur. Heimilt er að mæta í húsið kl. 19, kvöldið fyrir fyrsta veiðidag. Húsinu skal skila á hádegi á brottfarardegi.

 

 

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Vörunúmer: REYK Flokkar: , , ,