Silungasvæði Víðidalsár
3ja daga holl, 3-6. okt 2025
hád – hád
Verð á stöng á dag er kr. 39.000. Verðið er fyrir 3 stangir saman í pakka.
Silungasvæði Víðidalsár
Silungasvæði Víðidalsár er neðsti hluti Víðidalsár áður en hún rennur í Hópið.
Silungsvæði Víðidalsár er eitt besta silungasvæði landsins. Mikið af vænni sjóbleikju veiðist á svæðinu en einnig veiðast vænir sjóbirtingar. Algeng stærð á bleikjunni er 2-3 pund, en 4-6 punda bleikjur veiðast iðulega.
Meðalveiði er 500-600 silungar og um 20 laxar á sumri,
Leyfðar eru 3 stangir og eru þær ávallt seldar saman.
Mjög gott veiðihús er við svæðið. Húsjald kr. 59.000, er innifalið í verði á vefnum. Þrif og uppábúið er innfalið en veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um húsið.
Fluga er leyfilegt agn og heimilt er að hirða 2 silunga á dag.