Brúará er ein af betri bleikjuám landsins. Iðulega skipar hún sér sess meðal þeirra 10 aflahæstu. Bleikjuveiði hefur verið á uppleið í ánni síðustu ár, eftir smá niðursveiflu uppúr miðjum síðasta áratug. Alltaf veiðast nokkrir laxar í ánni á hverju sumri. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Ekki er leyfilegt að veiða á bakkanum gengt Spóastöðum, hann tilheyrir bænum Seli.

ATH. Veiða.is getur útvegað gistingu við Brúará fyrir þá sem þess óska. sendið póst á [email protected]

Hér eru helstu veiðistaðir í Brúará.

Bókanir fyrir veiðivertíðina 2016 eru hafnar – Vinsamlega bókið í gegnum „kaup á veiðileyfum“ hér að ofan eða sendið póst á [email protected]. Einnig er hægt að hringja í 897 3443.

 Dags.  Upplýsingar Verð Fjöldi stanga