Stangaveiðifélagið Árblik er eitt þeirra félaga sem leigir veiðirétt í Hlíðarvatni. Félagið var stofnað 1988. Félagið leigir út 2 stangir ásamt veiðihúsi.
Stangirnar eru leigðar út saman. Húsið er notalegt, gistirými er fyrir 5. Húsið er gaskynnt og sólarsella sér um vatnið og ljósið. Innifalið í neðangreindu verði er leyfi fyrir 2 stangir og afnot af veiðihúsinu.
Veiðimenn mega mæta að kvöldi fyrir Skráðan veiðidag og veiða frá kl. 20:00. Veiði lýkur svo að kveldi veiðidags kl. 20:00. Engin tímamörk eru á veiðinni og geta menn því veitt næturlangt meðan bjart er. Leyfð er veiði á Flugu og spón.
Hér eru nánari upplýsingar um Hlíðarvatn og Árblik og hér að neðan eru lausir dagar í Hlíðarvatni í sumar.
Hér eru réttu flugurnar í Hlíðarvatnið – Þeir sem ná sér í dag í Hlíðarvatni fá Hlíðarvatnsboxið á betra verði.
Náðu þér endilega í dag í Hlíðarvatni í sumar með því að smella á „kaupa veiðileyfi“ en einnig er hægt að senda póst á [email protected]. Ef þið vantar frekari upplýsingar um vatnið, er hægt að senda póst á [email protected] eða hringja í 897 3443.
Dags. | Upplýsingar | Almennt verð |
28.sep | Veiðitími er frá kl. 20:00 til 20:00 | 8.000 kr. |
29.sep | Veiðitími er frá kl. 20:00 til 20:00 | 8.000 kr. |
30.sep | Veiðitími er frá kl. 20:00 til 20:00 | 8.000 kr. |