Hvolsá og Staðarhólsá falla í einum ósi til sjávar í Saurbæ, Dalasýslu. Hvolsá sjálf er 9 km. löng þangað sem Svínadalsá og Brekkudalsá sameinast. Staðarhólsá er laxgeng 7,5 km að fossi hjá Kjarlaksvöllum. Norðan við ósana er varnargarður sem myndar lón sem stendur eftir þegar fjarar, en sjór fellur upp í báðar árnar. Meðalveiði síðustu 10 ár eru 194 laxar. Í ánum veiðist einnig töluvert af bleikju en sumarið 2015 voru 302 færðar til bókar.
Veitt er á 4 stangir í Hvolsá og Staðarhólsá og leyfilegt er að veiða á flugu og maðk. Góð aðstaða er í veiðihúsinu Árseli sem er staðsett við Þjóðveginn skammt frá Hvolsá. Í húsinu er m.a. fjögur tveggja manna herbergi og tvö eins manns herbergi, góð borðstofa og setustofa með sjónvarpi og góðum stólum. Hér er á ferðinni frábært veiðisvæði fyrir fjölskyldur og vinahópa.
Hér að neðan má sjá lausa daga í Hvolsá og Staðarhólsá sumarið 2016. Að öllu jöfnu eru seldir 2 dagar saman, frá hádegi til hádegis. Allar stangir eru seldar saman í einum pakka, nema í upphafi tímabils og í september. Þá daga sem merktir eru með „*“ má bóka 2 stangir en að sjálfsögðu einnig 4 stangir.
Þú bókar veiðileyfin með því að fylla út formið hér að ofan undir „Kaupa veiðileyfi“, eða senda póst á info at veida.is
Veiðidagar | tímabil | Verð á stöng á dag | Lausar stangir |
29-30. sep* | 1 eða fl. dagar, frá hád – hád | 20.000 kr. | 4 |