Project Description

Breiðdalsá – Strengir

Staðsetning

Fjarlægð frá Reykjavík: ca. 615 km
Fjarlægð frá Egilsstöðum: ca. 80 km

Veiðisvæði: Breiðdalsá ofan Eyjanes og að og með Efri-Beljanda, en svæðið færist ofar er liður á sumarið að og með Vonarskarði. Einnig fylgir með Tinnudalsá og Norðurdalsá að Móhyl, en síðar upp að Gilsármótum.
Tímabil: 8. júlí – 30. september

Veiðileyfi: Yfirleitt þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis, en þó í einstaka hollum tveir dagar.
Daglegur veiðitími: Daglegur veiðitími 1. júlí – 31. júlí kl. 7-13 og 16-22 en frá 1. ágúst til 10. september 15-21 eftir hádegi. Eftir það 15-20 daglega eftir hádegi. Brottfarardag síðasta morguninn skal veitt til kl. 12:00.
Fjöldi stanga: Leyfðar eru 6-8 stangir
Verð: Stöng á dag á bilinu kr. 32.800 ─ 69.800.

Veiðireglur: Fluguveiði er eingöngu leyfð í júlí og ágúst, en spónn er einnig leyfður í september og síðan maðkur frá 17. sepember. Skylt er að sleppa aftur öllum löxum 70 cm og stærri eða setja í klakkistur. Leyfilegt er að hirða tvo laxa á stöng á dag undir þeim mörkum en öðrum skal sleppt.
Vinsælar flugur: Svört Frances, Rauð Frances, Friggi, Black and Blue, Snælda, Sunray Shadow.

Veiði síðastliðin ár: 2014, 290 laxar. 2013, 305 laxar. 2012, 464 laxar. 2011, 1.430 laxar. 2010, 1.178 laxar. 2009, 782 laxar. 2008, 910 laxar.

Meðalveiðin í Breiðdalsá sl. 10 ár eru um 700 laxar á 6 – 8 stangir ásamt því að meðalþyngdin er með því hæsta á landinu. Stórlaxavonin er mikil og laxar um og yfir 10 kg veiðast árlega. Óvíða veiða menn í fallegri á en Breiðdals og hliðarám. Umhverfið er stórbrotið og fjallahringur Breiðdalsins á engan sinn líka. Aðkoma að flestum veiðistöðum er góð enda hefur Veiðifélag Breiðdæla unnið að gerð vegaslóða á hverju ári og má segja að nú sé aðgengi eins gott og frekast má vera. Veiðihúsið Eyjar hefur svo skipað sér í sess með betri veiðihúsum landsins.

Fyrir sumarið 2017 munu Strengir hafa óbreytt verð í Breiðdalsá en töluverð lækkun var fyrri sl sumar! Verð eru á bilinu 29.800-69.800 fyrir þessar 6-8 stangir sem leyfðar eru í laxveiði þar. Og nú er hægt að kaupa staka daga án fæði eða gistiskyldu til 11 júlí og frá 10 september! Einnig er hægt er fyrir veiðihópa sem taka allar stangir að kaupa gistingu í Veiðihúsinu Eyjar án fæðis ef þess er óskað. Að öðru leyti verður fæði-og gistigjald á bilinu 20.000- 27.800 á mann á dag og þá miðað við fyrsta flokks fæði og þjónustu.

Ferðamöguleikar eru með bíl í Breiðdalinn eða með flugi til Egilsstaða. Ef menn velja flugið þá er hægt að ráða leiðsögumann með bíl á vegum Strengja eða leigja bíl á Egilsstaðaflugvelli og þaðan eru einungis rúmir 80 km til Breiðdalsár.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .“>.

Veiðihús

Á bökkum Breiðdalsár í landi Eyja, sem eru neðarlega við ána, er nýlegt veiðihús sem býður upp á eina glæsilegustu gistiaðstöðu á landinu. Þar eru átta tveggja manna herbergi, hvert með sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Þar af bíður glæsisvíta þeirra sem virkilega kunna að vera góðir við sjálfa sig. Í húsinu er gufubað og þaðan er útgengt í heitan pott. Borðstofa og setustofa eru með konunglegum aðbúnaði þar sem glæsilegur arin er áberandi ásamt uppstoppuðum fuglum og fiskum á veggjum. Stór verönd er með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Glæsilegt útsýni er yfir ómótstæðilegan fjallahring Breiðdalsins.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook