Project Description

Flókadaslsá

Staðsetning: Flókan er um 80 km frá Reykjavík.
Veiðisvæði: Svæðið sem veitt er á nær yfir 16 km og því er mikið pláss fyrir hverja stöng.
Veiðitímabil: Veitt er frá ca. 18. júní fram að 20. september.
Fjöldi stanga: Veitt er á 3 stangir.
Helstu flugur: Snælda, ýmsar hitch túpur, black and Blue, Blue Charm og rauð og svört Frances.
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur.

Flóka, eða Flókadalsá, hefur einkenni bæði dragáa og lindáa. Hún á upptök í vestanverðu Oki, og fellur þaðan, 35 km. leið til Hvítár í Borgarfirði, rétt ofan við Svarthöfða. Meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 er 363 laxar en meðalveiði síðustu 10 ára, 2002 til 2011 er 530 laxar.

Yfir 700 laxar veiddust á hverju ári frá 2008 til 2010. Sumarið 2011 komu 475 laxar á land. 2012 komu 300 laxar á land og sumarið 2013 komu 937 laxar á land. Vegna lindaráhrifa helst vatnsrennsli árinnar nokkuð stöðugt og eins eru sveiflur í veiði minni í Flóku en flestum öðrum ám. Því eru veiðileyfin eftirsótt og fá oftast færri en vilja.

Veiðileyfi og frekari upplýsingar:  Veiðifélagið sjálft sér um sölu veiðileyfa.

Mjög lítið er um laus veiðileyfi í flókunni. Á sem er að ýmsu leyti sambærileg er Búðardalsá.

Veiðihús

Sumarið 2002 var tekið í notkun nýtt veiðihús við ána. Þar er hin besta aðstaða fyrir veiðimenn, gistirými er í fjórum þriggja manna herbergjum.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook