Project Description

Kerlingardalsá

Staðsetning: Kerlingardalsá er um 190 km frá Reykjavík og um 10 km frá Vík. Hún fellur til sjávar nokkru austan við Vík. Vatnsá rennur úr Heiðarvatni og fellur í Kerlingardalsá, jökulá sem á upptök sín í Mýrdalsjökli. Lengd veiðisvæðis allt að 6 km.

Upplýsingar um veiðisvæðið: Kerlingardalsá er jökulá að uppruna, en til hennar fellur m.a. Vatnsá og nokkrir lækir. Vatnsá á uppruna sinn í Heiðarvatni. Veiðisvæðið sem verður til sölu er svæðið frá Fagradal/Höfðabrekku og niður að sjó. Fagridalur er vestan megin við ána en Höfðabrekka er austan megin við. Nokkur þúsund fiska ganga um svæðið og besti veiðitíminn er lok júlí til miðjan október. Jökul litur kemur í ánna við mikil hlýindi og miklar rigningar, og gjarnan má sjá mun á ánni fyrir og eftir hádegi. Liturinn minkar þegar líður á sumarið og verður áin oft mjög tær frá miðjum ágúst, þó alltaf lítillega grá.

Heimilt er að drepa 2 laxa hænga á stöng á dag og en þó aðeins laxa undir 68 cm , einnig er heimilt að drepa 6 silunga undir 55 cm stærð. En ávallt skal reynt að sleppa bæði sjóbirtings og laxa hrygnum.  Öllum laxi er sleppt í okt. Ath!

Stangafjöldi: Veitt er á 2 stangir og fylgir eitt veiðileyfi í Heiðarvatni með hvorri stöng.

Veiðitímabil: mai til október

Veiðitími: Frá 07:00 – 13:00 og seinni vaktin er frá 16:00 – 22:00, en eftir 1. ágúst er veitt frá 15:00 – 21:00.

Leyfilegt agn: Beita, spúnn og flugu er leyfilegt agn        .

Veiðihús: Unnið er að gistimálum við ánna og verður tilkynnt um það síðar.
Veiðileyfi og nánari upplýsingar: veiða.is

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook