Project Description

Laxá á Ásum – Ósasvæði

Ósasvæði Laxá á ásum
Um er að ræða ós Laxár á Ásum, prýðilegt tveggja stanga silungaveiðisvæði sem er beint á móti hinu margrómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Þetta svæði var fyrst nýtt á þann hátt sem gert er nú, sumarið 2012.
Veiðireglur: Allt dráp á löxum er bannað en leyfilegt er að taka með sér bleikjur og urriða, sem getur verið þarna í miklum mæli.
Agn: Einungis er heimilt að veiða á flugu.
Veiðitími: Veiðin er fallskipt og því er mögulegt að veiða yfir nóttina en þó aldrei meira en í 12 klukkustundir á sólahring. Veitt er frá hádegi til hádegis.
 
Fjöldi stanga: 2
Veiðisvæðið:
Um er að ræða rétt tæplega 3 km gönguleið laxfiska (sjóbleikja, lax, urriði og sjóbirtingur). Annars vegar er um að ræða veiði í Húnavatni og hins vegar í Hólmakvísl, á sem rennur úr Húnavatni og út í sjó. Efsti hluti veiðisvæðisins, Húnavatn afmarkast af litlum hólma við austurbakka vatnsins rétt um 200 metrum neðan við ós Laxár á Ásum þar sem hún rennur í Húnavatn. Á efri hluta veiðisvæðisins í Húnavatni er mögulegt að veiða, bæði frá suðurbakka, (grasbakki) og vesturbakka (sandeyrar). Á þessu svæði var sjósilungur áður fyrr veiddur í net, neðan við hólmann, þaðan niður með bakkanum og niður fyrir Torfalæk sem rennur í Húnavatn, en líklegt er að mesta veiðin sé í kring um Torfalæk. Á miðhlutanum er samfellt veiðisvæði sjósilungs meðfram austurbakka Hjaltabakkahólma. Neðsti hluti veiðisvæðisins, austurbakki Hólmakvíslar, er samfellt veiðisvæði, en þar er jafnframt mesta laxavonin á ósasvæðinu. Á fjöru rennur Laxá á Ásum niður að Hjaltabakkahólma, en á háflóði er þetta svæði vatn.
Veiðimenn hafa aðgang að eldra veiðihúsinu við Laxá á Ásum. Það stendur rétt ofan við þjóðveg nr. 1, sunnan megin.
KAUPA VEIÐILEYFI Í LAXÁ Á ÁSUM

Veiðihús og leiðin að veiðisvæðinu

Gamla veiðihúsið við Laxá á Ásum fylgir með leyfunum. Pláss er fyrir 6 manns í óuppábúnum rúmum. Til þess að komast á veiðistað er keyrt frá veiðihúsinu niður á þjóðveg, þaðan yfir Laxá á Ásum og farið er í gegnum fyrsta hliðið á vinstri hönd þegar komið er yfir ánna. Þá er keyrt eftir malarvegi meðfram Laxá á Ásum niður að sandbakka við neðsta hluta Laxár. Þegar komið er að nýrækt á vinstri hönd, þá er keyrt eftir slóða sem er á hægri hönd og svo þaðan niður á ósasvæðið. Nauðsynlegt er að vera á 4×4 bíl á svæðinu. Austurbakki Hjaltabakkahólma er tæplega 800 metra langur, suðurbakki Húnavatns er 1,2 km langur og austurbakki Hólmakvíslar er 1 km langur.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook