Laxá í Aðaldal – Nesveiðar

Laxá í Aðaldal

Laxá í Aðaldal er klárlega ein þekktasta laxveiðiá landsins. Laxá skiptist í nokkur svæði en þekktasta svæðið, það vinsælasta og líklega það besta, hefur verið nefnd Nesveiðar einu nafni. Á hverju sumri veiðist fjöldinn allur af stórlöxum á svæðinu, löxum um og yfir 20 pundin. Síðasta sumar, sumarið 2013, veiddust 2 stærstu laxar ársins hér á landi, á Nessvæðinu. Veitt er á 8 stangir á svæðinu og leyfilegt agn er fluga.

Aðaldalurinn og umhverfið þar í kring, er eitt fallegast svæði landsins og er óhætt að fullyrða að upplifi veiðimaður það að glíma við stórlax í Laxá í Aðaldal, þá verður það upplifun sem aldrei mun gleymast.

Svæðið nær til landamerkja jarðanna Ness og Árness, Knútsstaða, Hólmavaðs og Ytra-Fjalls. Það nær frá og með Laxhólma að ofanverður að vestan, til og með veiðistaðanna fyrir landi Knútsstaða. Veiðisvæðið er klofið af jörðunum Jarlstöðum og Tjörn (vesturbakki) og Árbót (austurbakki), en það svæði fylgja ekki Nesveiðum. einnig tilheyrir Hrútshólmi, sem er ofan Grástraums, Jarlsstöðum en Straumeyjar sem eru fyrir landi Jarlstaða, tilheyra Nesveiðum. Þar mega veiðimenn veiða úr eyjunum. Austurbakki til móts við land Hólmavaðs og Ytra-Fjalls fylgir ekki veiðunum.

Veiðitími: Fyrri hluta sumars er veiðitími frá kl. 07 – 13 og 16-22 en þegar líður á sumarið færist seinni vaktin framar.
Leyfilegt agn: Eingöngu fluga, líkt og annar staðar í Laxá.
Veiðireglur: Öllum laxi skal sleppt aftur að viðureign lokinni. Gangið snyrtilega og vel um Árbakkana. Bátar eru til taks á nokkrum veiðistöðum; notkun báta er á ábyrgð þeirra sem þá nota, vinsamlega notið vestin sem eru í veiðihúsinu.

Veiðihús

Laxá í Aðaldal

Veiðiheimilið Árnesi. Þar eru sjö tveggja manna herbergi m/baði auk tveggja eins manns herbergja. Skyldufæði er í húsinu.

Leiðarlýsing að veiðihúsi: Beygt er af Húsavíkurvegi, nokkurn veginn gegnt Hafralækjarskóla og félagsheimilinu Ýdölum við bæjarmerki Árness og stendur veiðihúsið á bæjarstæðinu. Frá Húsavík að Árnesi er um 15 mín akstur.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook