Project Description

Mýrarkvísl

Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri. Mýrarkvísl er rúmlega 31 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni og ólíkt flestum íslenskum veiðiám þá er lítið um miklar fyrirstöður fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss en í honum eru tveir miklir laxastigar.

•    Meðalveiði síðan 1974 er 222 laxar.
•    Deilir ós með Laxá í Aðaldal.
•    Stórbrotin náttúrufegurð.
•    Ævintýralegt aðgengi að mörgum veiðistöðum.
•    Urriði og lax.
•    Eingöngu er veitt á flugu í Mýrarkvísl.
•    Veit og sleppt.
•    Veiðileyfi í Langavatni fylgir með veiðileyfum í Mýrarkvísl en í vatninu er allt agn leyfilegt.
•    Veiðihús fylgir með kaupum á veiðileyfum

Mýrarkvísl er skipt í fjögur svæði og veiðir ein stöng á hverju svæði.

Svæði 1. sem nær frá ósi Mýrarkvíslar við Laxá og að veiðistað nr. 21 (Borgarhúsapollur) er frábært fluguveiðisvæði sem bæði heldur urriða yfir allt tímabilið jafnt og að gefa töluvert af laxi.
Svæði 2. árinnar nær frá veiðistað 22 til 32 og er erfiðara yfirferðar þar sem áinn rennur í gili en laxveiðin er þó yfirleitt mest á því svæði. Þrátt fyrir að 2. svæði geti verið erfitt yfirferðar eru margir veiðistaðir sem auðvelt er að komast að ef maður veit hvernig skal bera sig að og mæli ég með að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti í ána lesi vel veiðistaðalýsingu.
Svæði 3. er frá veiðistað 32.5 og upp að veiðistað 43. Svæðið er frábært fluguveiðisvæði sem heldur miklu magni af urriða á fyrri hluta tímabils ásamt því að gefa yfirleitt góða laxveiði frá miðjum júlí.
Svæði 4. og jafnframt efsta svæði árinnar er sannkölluð fluguveiðiparadís sem heldur miklu magni af urriða á fyrri hluta tímabils ásamt því að gefa yfirleitt góða laxveiði frá miðjum júlí.

Glænýtt Veiðihús!

Veiðihúsið fyrir Mýrarkvísl er glænýtt hús sem var byggt fyrir veiðitímabilið 2017 Húsið er með 4 svefnherbergi með sér baði, stofu og fullbúið eldhús. Gestir þurfa að koma sjálfir með rúmföt en möguleiki er á að fá uppábúið en það þarf að panta fyrirfram.

Mýrarkvísl er skemmtileg á fyrir litla hópa og fjölskyldur, hún hentar vel fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna í veiði. Þó svo Mýrarkvísl sé aðallega laxveiðiá þá er vert að gefa urriðanum gaum, það er mikið af honum og hann getur orðið mjög stór líkt og annarstaðar í vatnakerfinu, s.s. í Laxá í Mývatnssveit og Laxá í Laxárdal.

Kort af Mýrarkvísl

Veiðistaðalýsing frá Mýrarkvísl

KAUPA VEIÐILEYFI Í MÝRARKVÍSL

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook