Skjálfandafljót
Skjálfandafljót hefur verið nefnt eitt best geymda leyndarmálið í laxveiðinni á Íslandi. Meðalveiðin síðastliðin ár eru rúmlega 600 laxar á sex stangir. Laxasvæði Skjálfandafljóts skiptist í þrjú tveggja stanga veiðisvæði og eru báðar stangirnar seldar saman á hverju svæði fyrir sig, frá morgni til kvölds.
Skjálfandafljót er fjórða lengsta á landsins og kemur úr Vonarskarði en rennur svo norður í Skjálfandaflóa. Jökulkvíslar leggjast til þess að sumarlagi undan kögurjöklum og Bárðarbungu og gefur það Fljótinu lit. Liturinn í ánni getur verið breytilegur á milli daga en suma daga er betra að veiða á maðk en aðra á flugu.
Laxveiðisvæði Skjálfandafljóts
Laxveiðihluti árinnar skiptist í þrjú svæði:
Austurbakki Efri – 2 stangir.
Austurbakki Neðri ásamt Grænhyljum að austanverðu – 2 stangir.
Barnafell og Vesturbakki Efri -2 stangir.
Veiðitími: 7-13 & 16-22. 18 júní til 10 ágúst. 7-13 & 15-21. 11 ágúst til 31 ágúst, 7-13 og 14-20. 1sept -15 sept.
Veiðitímabil: 18 júní – 15 september.
Vinsælustu flugur: Frances, Snælda, Sunray Shadow
Keyrt er upp með vaði og lagt á bílastæði við Skipapoll. Þar er bátur og skal róið á honum yfir Skipapollinn og gengið upp Þingey. Svæðamörk ná frá Barnafossi niður að gljúfurmynni.
Eins og alls staðar í Skjálfandafljóti er full þörf á að fara með aðgát á svæðinu.
Sumir veiðistaðir á efri austurbakka eru ekki aðgengilegir og notast skal við kaðla til að styðjast við.
Helstu veiðistaðir: Pálsbreiða, Sandhylur, Grjóthylur, Tótaklöpp, Litla Breiða, Steinabreiða, Fosspollur norðan, Fosspollur sunnan, Ingólfshöfði, Geirahola.
Austurbakki Neðri ásamt Grænhyljum að austanverðu – 2 stangir
Keyrt er upp með vaði og lagt á bílastæði við Skipapoll. Þar er bátur sem menn geta notað til þess að komast yfir, veiða útfollin og í kringum Ullarfoss.
Veiðisvæðið nær frá gljúfurkjafti að austanverðu og niður undir landamerkjagirðingu neðst í Fossselsskógi.
Helstu veiðistaðir: Stóri og Litli Grænhylur að austan, Gosselskvísl, Skipapollur, Skipapollsútföll.
Barnafell og Vesturbakki Efri -2 stangir
Veiðisvæðið nær frá Barnafossi vestanmegin og niður fyrir votulágarpolla á vesturbakka.
Til þess að komast að Barnafelli er keyrt inn afleggjara að Fremstafelli, alla leið þar til vegur endar við Barnafoss. Það getur verið hættulegt að ganga niður í Barnafell og eru veiðimenn beðnir um að fara með aðgát.
Til þess að komast að vesturbakka efri er keyrt inn í Ystafellsskóg og keyrt alla leið að sumarhúsi sem er staðsett þar. Þar er bílastæði og menn ganga þaðan.
Aðgengi er hættulegt í Barnafelli og ber að fara með aðgát. Talsvert er hægt að vaða á vesturbakkanum og menn beðnir um að fara varlega við ánna.
Þegar menn veiða litla og stóra grænhyl er eingöngu heimild til þess að veiða vestan megin eða út í miðja á.
Veiðitilhögun: Þegar veitt er með 2 stöngum í Barnafelli er einungis leyft að veiða með 2 stöngum í 6 klst í Barnafelli og 6 klst á vesturbakkanum. Hins vegar sé veitt með einni stöng má veiða 12 klst á hvorum stað.
Helstu veiðistaðir: Barnafellsbreiða, Syðri & Ytri Fellsselspollar, Stóri Grænhylur vestan megin, Litli Grænhylur vestan megin.