Straumar í Borgarfirði
Veiðitímabil: Júní til September
Fjöldi stanga: Veitt er með 2 stöngum. Einn eða fleiri veiðidagar eru seldir saman.
Daglegur veiðitími: Frá kl. 7-13 og svo 16-22 nema e. 14. ágúst er seinni vaktin frá 15-21.
Leyfilegt agn: Fluga er leyfð allt sumarið en frá 1. ágúst og fram í lokun 5. sept er spúnn einnig leyfður.
Veiðireglur: Kvóti er 5 laxar á stöng á dag. Stórlaxi skal sleppt. Engin Kvóti er á sjóbirting.
Veiðitölur: 2013 – Um 400 laxar og 250 birtingar. 2015 – Um 339 laxar. 2016 – Um 260 laxar.
Veiðisvæði Straumana er þar sem Hvítá og Norðurá í Borgarfirði sameinast. Svæðið er að vonum mjög vinsælt meðal veiðimanna enda fer um svæðið gríðarlega mikið af laxi sem er á leið uppí laxveiðiárnar ofar á svæðinu. Í Straumunum veiðist m.a. lax sem er á leið í Þverá, Norðurá og Gljúfurá. Einnig er alltaf töluvert af laxi á svæðinu allt tímabilið. Um og uppúr miðjum júlí bætist síðan sjóbirtingur í aflann og eftir því sem líður á sumarið er hann stærri hluti af veiðinni.
Veiðihús
Tvö veiðihús standa við Strauma. Nýrra húsið verður endurbætt fyrir sumarið. Þar eru tvö rúmgóð svefnherbergi.
Gamla húsið er mjög sjarmerandi. Þess má geta að það er eitt eitt elsta veiðihús landsins. Það verða einnig gerðar endurbætur fyrir komandi sumar
Góð verönd er við gamla húsið. Gott grill er á verönd.