Vesturdalsá

Hafralónsá

Staðsetning: Vesturdalsá er í Vopnafirði um 650 frá Reykjavík.
Veiðisvæði: Áin skiptist í 3 svæði og veiðir 1 stöng á hverju svæði
Veiðitímabil: 1. júlí til 15. september.
Daglegur veiðitími: kl. 07:00-13:00 og 16:00-22:00 – uppúr miðjum ágúst er seinni vaktin 15:00-21:00.
Fjöldi stanga: Veitt er á 3 stangir í ánni.
Leyfilegt agn: Eingöngu er veitt á flugu
Vinsælar flugur: Frances keila, Silver Sheep, SRS, Hitch
Veiðireglur: Öllum laxi stærri en 65 cm skal sleppt.
Veiði síðastliðin ár: 2010 veiddust 258 laxar og 2011 veiddust 277 laxar.

Veiðihús: Gott veiðihús fylgir. Í því eru 3 herbergi og svefnaðstaða fyrir 6 manns.

Leigutaki Vesturdalsár er Vesturárdalur ehf.

Vesturdalsá á upptök í Arnarvatni. Þaðan rennur áin um 33 km leið til sjávar í Nýpslóni í Vopnafirði. Úr Arnarvatni hafa menn aðstöðu til nokkurrar vatnsmiðlunar. Í Vesturdalsá er bæði að finna lax og bleikju. Viðamiklar rannsóknir hafa átt sér stað um árabil á fiskistofnum árinnar en hún er ein af viðmiðunarám Veiðimálastofnunnar. Laxgeng er hún 28 km. að fossi í landi Hauksstaða. Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 209 laxar. Veitt er á 3 stangir í ánni.

Vesturdalsá er „litla“ áin í Vopnafirði en árnar Hofsá og Selá eru bæði þekktari og stærri ár þó að Vesturdalsáin hafi oft á tíðum haft betur þegar litið er til meðalafla á stöng. Áin skiptist í 3 veiðisvæði sem skiptist í fjölbreytta veiðistaði sem reyna á ólíka hæfileika veiðimannsins.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook