Svæði IV í Blöndu hefur á síðustu árum slegið í gegn, enda er svæðið gríðarfallegt og hefur veiðin, sum sumrin, verið hreint út sagt mögnuð.
Vatn Blöndu er á þessu svæði blátært og veiðisvæðið mjög svo ólíkt því neðra, fallegir nettir hyljir, gljúfur, gyl og veiðilegar breiður.
Á þessu svæði fara nettari flugustangir vel: einhendur og nettar switch stangir.
Veiðisvæði: Frá og með Litla Klif (400) að og með Rugludalshyl (490). Vinsamlegast athugið að bannað er að veiða fyrir neðan veiðistað Nr.400 og niður að aðfalli.
Stangarfjöldi: Þrjár stangir seldar saman í pakka á tímabilinu 20. júní – 31. ág. Seldir eru 2-3 dagar í hollum. í Sept eru seldir stakir dagar, stakar stangir. Ekkert hús fylgir í sept.
Tímabil: 20. júní-20 september.
Leyfilegt agn: Eingöngu fluguveiði leyfð með flugustöngum. Öllum laxi yfir 68 cm skal sleppt. Halda má 1 smá hæng á dag. Drepist lax yfir stærðarmörkum ber að afhenda hann veiðiverði. ATH. Eftir 16. ágúst skal öllum laxi sleppt.
Hentugustu veiðitæki: Einhenda fyrir línu 8-9.
Bestu flugur: Gárutúbur, Sunrise Shadow, Colly dog, Snældur, Munroe Killer og Francis.
Staðhættir og aðgengi: Misjafnt. Gott að sumum stöðum en erfitt að öðrum. Æskilegt að veiðimenn séu vel á sig komnir.
Kvóti: Sleppa skal öllum laxi.
Vinsamlegast fylgið veiðireglum í hvívetna. Verði menn uppvísir að veiðibrotum varðar það tafarlausum brottrekstri af svæðinu.
Veiðihús: Gott sjálfsmennskuhús er á svæðinu og er húsgjald innifalið í verði á vefnum – nema í sept, þá er ekkert hús.
Veiðikort: BLANDA_SV4
Veiðibók: Er staðsett í veiðihúsinu. Veiðimönnum er skylt að skrá allan afla daglega.
Vatnsstaða: Þegar líða tekur á sumarið er árviss viðburður að hækka tekur í Blöndulóni sem nær hámarki þegar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið. Er þá talað um að Blanda fari á yfirfall.
