Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins. Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II.
Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði.
Norðurá II er efra veiðisvæði árinnar og veiða 3 stangir það svæði.
Veiðisvæði Norðurá II nær frá og með Símastreng og upp að brú við Fornahvamm.
Fluga er eina leyfilega agnið.
Veiðimenn dvelja í góðu sjálfsmennsku húsi – húsgjald, uppábúið og þrif, er innifalið í verði leyfa.
Hér að neðan eru nokkur laus holl í Norðurá II – 3 stangir seldar saman í pakka í 2 eða 3 daga.
