Bjarnarfjarðará er sjóbleikjuá í Bjarnarfirði á Ströndum um 35 km akstur frá Hólmavík.

Veiðisvæðið er um 7 km með 25 merktum veiðistöðum. Vatnasvæði árinnar er mjög fallegt og býður upp á fjölbreytt veiðisvæði. Bjarnarfjarðará er eftirsótt sjóbleikjuá og þar veiðast stundum laxar.

Veitt er á fjórar stangir í neðri hluta árinnar sem hér er fjallað um. Veiðitímabil er frá 20. júní til 20. september og veitt daglega kl: 07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00 (20. jún. – 20. ág.) 07:00 – 13:00 og 15:00 – 21:00 (21. ág. – 20. sept.)

Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spún.

Gott aðgengi er að flestum veiðistöðum.

Ekki er veiðihús við ána en Hótel Laugarhóll býður upp á góða gistingu við árbakkann. Þar er sundlaug, heitur pottur og veitingasala og einnig gott tjaldsvæði.

Title

Go to Top