Brúará er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins, hún er lindá og vatnasvæðið um 700 km2, rennsli mjög jafnt eða um 67 rúmmetrar á sek. Lengd hennar er 44 km.
Í landi Skálholts eru nokkrir heitir hverir í og við Brúará frá Þorlákshver að Litlahver en neðan hans er mjög fallegt og friðsælt veiðisvæði.
Fjöldi stanga: 4
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.
Veiðitími: 8 – 22
Veiðisvæðið: Skálholtssvæðið í Brúará kom fyrst í sölu 2020 og frekar lítil veiðireynsla skrásett af þessu svæði. Aðgengi að hluta svæðisins er gott, en ganga þarf nokkuð út frá þremur vegaslóðum í Skálholtstungu. Veiðisvæðið tekur við af landi Spóastaða, að ofanverðu, suður með miklu mýrlendi í Mosum, meðfram hverasvæðinu og niður alla Skálholtstungu um hverasvæðið og þaðan suður um Reykjanesbakka, Baulubakka og Vesturtjörn að Músanesi eða alls um 9 km. Syðri veiðimörk svæðisins eru nokkuð fyrir ofan ármótin við Hvítá, beint í vestur frá Músanesinu. Fyrst er ekinn vegaslóði sem merktur er Skólavegur og þaðan er slóði merktur Skálholtstunga.
Ath. Á vorin geta vegslóðar verið blautir og þá gæti þurft að ganga lengri vegalengdir til að komast að ánni.
Bókaðir eru stakir dagar, 1-4 stangir. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Leyfið gildir á landareign Skálholts, sem er á austurbakka árinnar.
Vinsamlega fylgið vegaslóðum og akið ekki utan vega
Veiði í Brúará er stunduð frá nokkrum bæjum, lax og silungsveiði á stöng. Silungurinn er bæði sjógenginn og staðbundinn 0.5 til 2 kg að þyngd. Lax gengur einkum í ágúst og september.
Vinsamlegast kynnið ykkur kort af svæðinu Með því að smella á eina af dags hér að neðan. Hægt er að hringja í sr. Kristján Björnson í síma 856 1592 um leiðsögn.
Tekið er á móti pöntunum í gistingu og veitingar í Skálholti á netfangið [email protected]
Image | Vara | Verð | Staða | Staðsetning | Tímabil | Aðgerð | hf:tax:product_cat | hf:tax:product_tag |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Brúará - Skálholt - 24. september 2025 | 4.850kr. | 4 á lager | Brúará - Skálholt, Silungsveiði, Skálholt, Veiðileyfi | September | Skoða | bruara-skalholt silungsveidi skalholt veidileyfi | september |