Fremri Laxá er bergvatnsá sem rennur í Laxárvatn en á uppruna sinn í Svínavatni. Áin er fremur nett veiðiá, kjörin fyrir fluguna og ekki síður þurrfluguna.
Fremri Laxá er ein af betri urriðaám landsins en á hverju sumri veiðast nokkrir laxar í Fremri Laxá. Sá fjöldi urriða sem veiðist í ánni yfir sumarmánuðina er gríðarlegur og oft er veiðin það mikil að veiðimenn tapa fljótt tölunni á fjölda fiska.
Fremri laxá er gríðarlega vinsæl veiðiá og þeir sem ná í holl í ánni, halda yfirleitt vel í þau. Hér er hægt að lesa nánar um Fremri Laxá.
3 stangir veiða Fremri Laxá og eru þær stangir seldar saman í pakka. Fluga er eina leyfilega agnið.
Image | Vara | Verð | Staða | Staðsetning | Tímabil | Aðgerð | hf:tax:product_cat | hf:tax:product_tag |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fremri Laxá - 16-19. ágúst 2025. 3 stangir í 3 daga. | 400.500kr. | Ekki á lager | Fremri Laxá, Norðurland, Silungsveiði, Veiðileyfi | Ágúst | Skoða | fremri-laxa nordurland silungsveidi veidileyfi | agust |