Jörðin Hraun (Hraunstorfan) er staðsett vestan Ölfusárósa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Land Hraunstorfunnar, sem Hraun er hluti af, er um 2400 ha ef landhelgi jarðarinnar (netlög) er talin með. Land jarðarinnar eru að mestum hluta hraun, sandur og mýrar, en ræktanlegt land er lítið.

Stangveiði hefur lengi verið stunduð á Hrauni. Veiðin er oft ævintýralega góð á svæðinu, bæði er það sjóbirtingur og bleikja sem tekur agn veiðimanna.

Mesta veiðivonin er rétt fyrir aðfall og meðan fellur að. Oft er betra að byrja neðst í ósnum og færa sig ofar þegar fellur meira að. Á útfallinu getur verið gott að vera ofarlega eða þar sem landállinn slær sig að bakkanum, þegar byrjar að falla aftur út. Fiskurinn, sem oftast er í ósnum í æti, og þá sérstaklega í sandsíli, fylgir flóðinu upp í ána og gengur síðan niður þegar fellur aftur út. kort af veiðisvæðinu

Verð veiðileyfa er kr. 3.500

Seldar eru dagstangir en veiðitíminn er frá 7 -22 alla daga, fram til 20. ágúst en eftir 20. ágúst breytist veiðitíminn í 7-21

Veiðitímabilið frá 1. apríl til 24. september.

Leyfilegt agn er fluga, maðkur, makríll og spúnn.

Flóðahætta. Allir sem aka að ánni verða að gæta þess að fylgjast með flóði sem getur í stórstrauminn flætt alveg að bökkum og verður þá ekkert undanfæri ef bílum er ekki forðað í tæka tíð.

ATH. SENDA ÞARF INN VEIÐISKÝRSLU, AÐ LOKINNI VEIÐI, Á [email protected]

Undir ár og vötn, má lesa nánar um Hraun í Ölfusi.

ImageVaraVerðStaðaStaðsetningTímabilAðgerðhf:tax:product_cathf:tax:product_tag
Hraun í Ölfusi - 30. september 2025
Hraun í Ölfusi - 30. september 20253.500kr.

15 á lager

, , , , Skoðahraun-i-olfusi silungsveidi sjobirtingsveidi sudurland veidileyfiseptember
Go to Top