Svartá í Skagafirði er 4-6 stanga urriðáá sem „breytist“ í Húseyjarkvísl, neðan við fossinn Reykjafoss, Veiðisvæði Svartár nær frá Reykjafossi, að neðanverðu, að Ýrarfellsfossi í Svartárdal.
Reykjafoss er ófiskgengur en í Svartá, fyrir ofan foss er staðbundinn urriði og svolítið af bleikju. Veiðisvæðið er um 20 km að lengd og nær upp að Ýrarfellsfossi í Svartárdal. Upptök á áin á hálendinu sunnan Mælifelshnjúks. Fellur hún nokkuð hratt norður sveitina en á neðsta hlutanum hægist nokkuð á henni þar sem hún hlykkjast um gróið land.

Eingöngu er leyfilegt að veiða á flugu í Svartá og öllum urriða skal sleppt aftur.

Ánni er skipt í þrjú veiðisvæði. Veitt er með tveimur stöngum á neðsta svæði, sem nær frá Reykjafossi að norðan og suður að brú fyrir neðan Starrastaði, þar sem malarvegur tekur við af malbikinu. Annað svæðið er fyrir neðan brú við Starrastaði og að brú við Sölvanes sunnar í dalnum.
Þriðja svæðið er fyrir ofan brú við Sölvanes suður að Ýrarfellsfossi, sem er talsvert fyrir innan bæinn Gilhaga. Ekki má hinsvegar veiða fyrir landi Kornár frá 1-10. júní, en sá bær er næsti bær við Sölvanes. Veiðimenn skulu skipta ánni með sér, þannig að hægt sé að veiða öll svæðin á einum degi.

Seldir eru stakir dagar, frá morgni til kvölds, einn eða fleiri í senn – hefðbundinn veiðitími.

veiðiskýrslu skal senda á info@veida.is eða skrá á HafogVatn – https://veidibok.hafogvatn.is/is/svaedi-yfirlit/24a30fed-4a31-4737-badd-77f747b118e0

Go to Top