Tangavatn er lítið manngert vatn skammt frá bænum Galtalæk II í Rangárvallarsýslu, í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík, en rúmlega 30 km fjarlægð frá þjóðvegi 1, beygt upp veg nr.26.
Á Galtalæk II er/var eldisstöð frá fiskeldinu í Fellsmúla, þar sem hinn víðfrægi ísaldarurriði er alinn upp áður en honum er sleppt í Veiðivötn, en einnig er þar alinn fiskur af Grenlækjarstofni. Þessum fiski er sleppt í Tangavatn.
Í vatnið hefur bæði urriða, sjóbirtingi og bleikju verið sleppt. Veiði er oft mjög góð í vatninu. Mest er um að ræða tveggja til þriggja punda fiska, en allt að 10 punda fiskar hafa veiðst í vatninu frá því sleppingar hófust í kringum 1992.
Veiðitímabil: 1. Apríl til 15. september.
Leyfilegt Agn: Fluga
Veiðireglur og tími: Veiða má frá kl. 8:00 til kl. 21:00. Sleppa skal öllum fiski.
Seldar eru 4 stangir, max, á dag.
Senda skal veiðiskýrslu á [email protected]
Image | Vara | Verð | Staða | Staðsetning | Tímabil | Aðgerð | hf:tax:product_cat | hf:tax:product_tag |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Tangavatn við Galtalæk - 1 stöng- 10. september 2025 | 7.500kr. | 4 á lager | Silungsveiði, Suðurland, Tangavatn, Vatnaveiði, Veiðileyfi | September | Skoða | silungsveidi sudurland tangavatn vatnaveidi veidileyfi | september | |
Tangavatn við Galtalæk - 1 stöng- 15. september 2025 | 7.500kr. | 4 á lager | Silungsveiði, Suðurland, Tangavatn, Vatnaveiði, Veiðileyfi | September | Skoða | silungsveidi sudurland tangavatn vatnaveidi veidileyfi | september |