• Silungasvæði Víðidalsár 2ja daga holl, 8-10. okt 2024 hád - hád Verð á stöng á dag er kr. 35.000. Verðið er fyrir 3 stangir saman í pakka. Silungasvæði Víðidalsár Silungasvæði Víðidalsár er neðsti hluti Víðidalsár áður en hún rennur í Hópið. Silungsvæði Víðidalsár er eitt besta silungasvæði landsins. Mikið af vænni sjóbleikju veiðist á svæðinu en einnig veiðast vænir sjóbirtingar. Algeng stærð á bleikjunni er 2-3 pund, en 4-6 punda bleikjur veiðast iðulega. Meðalveiði er 500-600 silungar og um 20 laxar á sumri, Leyfðar eru 3 stangir og eru þær ávallt seldar saman. Mjög gott veiðihús er við svæðið. Húsgjald kr. 55.000, er innifalið í verði á vefnum. Þrif og uppábúið er innfalið en veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um húsið. Fluga er leyfilegt agn og heimilt er að hirða 2 silunga á dag.
  • Ekki á lager
    2 stangir í Vatnsá í 2 daga, 5-7. okt 2023 Húsgjald/þrifagjald, innifalið í verði Stangardagurinn á kr. 65.000 Vatnsá er 2 stanga lax og Sjóbirtingsá sem rennur úr Heiðarvatni. Fluga er eina leyfilega agnið í Vatnsá. Veiðileyfi í Vatnsá eru seld í 2-3 daga hollum. Mikið af vænum sjóbirtingi veiðist í Vatnsá. Veiðimenn dvelja frábæru nýuppgerðu veiðihúsi við Vatnsá.
  • Veiðileyfi í 1 dag fyrir 1 stöng Leyfilegt agn: Maðkur, fluga, og spónn. Veiðitími: 7-24   Hóp liggur á mörkum Vestur- og Austur Húnavatnssýslna skammt norðan þjóðvegar nr.1 í Víðidal. Hópið er fimmta stærsta náttúrulega vatn landsins og gætir þar flóðs og fjöru, misjafnt þó. Á mikilli fjöru stendur Þingeyrarif vel upp úr og skiptir vatninu nánast í tvennt þó alltaf skorti eitthvað upp á að það nái vesturbakkanum, en endi rifsins er nokkuð til marks um veiðilega staði norður með vesturbakkanum. Til að komast að vatninu vestanverðu er um tvær leiðir út frá Hringveginum að ræða. Vegur 711 (Vatnsnesvegur) liggur nokkru sunnan við Víðigerði og út frá honum er hægt að fara 717 sem liggur á milli Vesturhópsvatns og Sigríðastaðavatns að Skollanesi. Út af þeim vegi er hægt að taka veg merktan Ásbjarnarnes og í framhaldi heldur torfæra leið upp á Bjargás og út með Nesbjörgum að vestan. Undir Nesbjörgum er fjöldi þekktra veiðistaða, svo sem við Bryggjuna og Vaðhvamm. Undir Myrkurbjörgum eru fjöldi álitlegra staða og fremst á ásnum eru Skipeyri og Bjargatá sem gefið hafa vel. Út frá Bjargatá eru veiðimenn komnir langleiðina að ós Hópsins. Þessir veiðistaðir eiga það sammerkt að niður að þeim flestum er nokkuð bratt en á flestum stöðum má auðveldlega ganga milli vatns og hlíðar. Meðfram vesturbakkanum liggur aðalfarvegur vatnsins til sjávar og er þar yfirleitt sterkur straumur skammt frá landi. Víðsvegar eru nokkrir sandflákar við vesturbakka vatnsins og sumir hverjir ná töluvert langt út en ekki er víst að þeir séu fastari fyrir en svo að þeir getir ekki færst til á milli ára eða jafnvel missera. Að vestur bakka vatnsins er einnig hægt að komast með því að aka veg 716 (Borgarvirki) út frá Hringveginum skammt norðan Víðigerðis. Gæta þarf þess að beygja út af 716 þar sem hann greinist og liggur 717 til hægri (norðurs) meðfram Vesturhópsvatni en 716 liggur til vinstri sunnan Vesturhópsvatns og áfram yfir á 711. Vegur 717 liggur meðfram Borgarvirki og sé maður ekki undir tímapressu er tilvalið að staldra þar við og njóta staðhátta og útsýnis áður en haldið er áfram að Skollanesi (Gottorp) eða Ásbjarnarnesi. Nokkrir þekktir veiðistaðir eru við Ásbjarnarnes og þá helst norðan þess og austan. Vestan við Ásbjarnarnes liggur Nesvík sem er afar grunn og ná grynningar mjög langt út í vatnið til norðurs. Frá Ásbjarnarnesi og inn að Skollanesi er fjöldi veiðistaða, sem og á Skollanesinu sjálfu. Við Borgarey rennur Víðidalsá í Hópið og lítið er skráð af veiðistöðum þar, enda veiði ekki heimil við ósa Víðidalsár. Þegar nær Nesi dregur fyrir austan Víðidalsá þekkjast aftur nokkrir veiðistaðir auk þess sem vinsælt er að egna fyrir fisk austan ósa Gljúfurár á Nesi. Ekki eru margir þekktir veiðistaðir við austanvert Hóp, helst undan bæjunum Haga og Leysingjastöðum. Í Hópinu eru allir þekktir laxfiskar á Íslandi. Um vatnið fara laxar á leið sinni í Víðidalsá og Gljúfurá, þar er töluvert af staðbundum urriða, en ekki síður sjóbirtingur sem getur orðið mjög vænn. Bleikja er töluverð í vatninu og þá ekki síst sjóbleikja sem skv. rannsóknum líður svo vel í Hópinu að einungis þriðjungur hennar gengur alveg til sjávar, helst vill hún bara halda sig í vatninu og út að ósi. (efni af vef www.fos.is) Verð veiðileyfa fyrir sumarið 2024 er kr. 4.500 - Einnig er hægt að kaupa sumarkort á kr. 18.500
  • Stakur dagur - 4 stangir saman í pakka Stangardagurinn á kr. 20.000 Skógá undir Eyjafjöllum er 4ra stanga lax og silungsveiðiá. Veiðin, árin á undan gosinu, var mjög góð og stundum hreint út sagt frábær en árin 2010-2012 var áin í lægð. Skógá byggir á seiðasleppingum. Að öllu jöfnu er 25-35þ seiðum sleppt. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 1.537 laxar og um 500 bleikjur komu á land. Almennar upplýsingar Fjarðlægð: Um 150 km frá Reykjavík, ca. mitt á milli Víkur og Hvolsvallar. Agn: Fluga og maðkur Veiðitími: Veitt er frá morgni til kvölds, max 12 klst. Fjöldi stanga: 4 - yfirleitt seldar saman í pakk Veiðihús: Veiðihús er á svæðinu - það fylgir ekki með í verði leyfana á þessum degi. Hægt er að bóka húsið sérstaklega. Veiðisvæðið: Svæðið sem veitt er á samanstendur af um 7 kílómetra kafla Skógár, 2km kafla Kvernu og 1,5 km kafla Dalsár. Svæðið er afar fjölskylduvænt og gott aðgengi er að hyljum. Kvóti er 2 laxar á stöng á dag.
Go to Top