• Ekki á lager
    Silungasvæði Víðidalsár 2ja daga holl, 27-29. sept 2025 hád - hád Verð á stöng á dag er kr. 46.000. Verðið er fyrir 3 stangir saman í pakka.   Silungasvæði Víðidalsár Silungasvæði Víðidalsár er neðsti hluti Víðidalsár áður en hún rennur í Hópið. Silungsvæði Víðidalsár er eitt besta silungasvæði landsins. Mikið af vænni sjóbleikju veiðist á svæðinu en einnig veiðast vænir sjóbirtingar. Algeng stærð á bleikjunni er 2-3 pund, en 4-6 punda bleikjur veiðast iðulega. Meðalveiði er 500-600 silungar og um 20 laxar á sumri, Leyfðar eru 3 stangir og eru þær ávallt seldar saman. Mjög gott veiðihús er við svæðið. Húsjald kr. 59.000, er innifalið í verði á vefnum. Þrif og uppábúið er innfalið en veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um húsið. Fluga er leyfilegt agn og heimilt er að hirða 2 silunga á dag.
  • Holl SJÓBIRTINGSHOLL - 2 stangir í 2 daga í Straumunum í Borgarfirði, 23-25 sept hád – kvöld Stangardagurinn á kr. 30.000 Fluga og Spúnn Veiðisvæði Straumana er þar sem Hvítá og Norðurá í Borgarfirði sameinast. Svæðið er að vonum mjög vinsælt meðal veiðimanna enda fer um svæðið gríðarlega mikið af laxi sem er á leið uppí laxveiðiárnar ofar á svæðinu. Þegar liður á sumarið og haustið, þá gengur einnig mikið af Sjóbirtingi í gegnum svæðið og heldur einnig til á svæðinu. Í Straumunum veiðist m.a. lax sem er á leið í Þverá, Norðurá og Gljúfurá. Einnig er alltaf töluvert af laxi á svæðinu allt tímabilið. Um og uppúr miðjum júlí bætist síðan sjóbirtingur í aflann og eftir því sem líður á sumarið er hann stærri hluti af veiðinni. Seldar eru 2 stangir í Straumana og er þær ávallt seldar saman. 2 veiðihús eru á svæðinu sem standa veiðimönnum til boða. Húsgjald, kr. 59.000 er innfalið. Uppábúið og þrif innifalin. Leyfilegt agn er fluga í júní og júlí en í ágúst má einnig veiða á spún. Hérna er hægt að lesa nánar um Straumana.
  • Flóðatangi - Neðsta veiðisvæði Norðurár Neðst í Norðurá er tveggja stanga silungasvæði sem kallað hefur verið Flóðatangasvæði. Þar í gegn fer allur sá lax sem gengur í ána og því sannarlega von að ná þar í lax. Á svæðinu er einnig nokkuð af staðbundnum silungi, urriða og bleikju. Þar eru nokkrir fornfrægir veiðistaðir eins og Kastalahylur, Hlöðutúnskvísl og Ármót en svæðið býður upp á marga veiðistaði. Veiðimörk eru vel merkt og er brýnt að virða þau. Svæðið er fremur aðgengilegt. Ef komið er að sunnan, eftir þjóðvegi nr. 1 er beygt til hægri við söluskálann Baulan, inn á veg nr. 50. Allir slóðar eru merktir með stórum skiltum og niðri við ána sjálfa eru síðan minni skilti, við hvern veiðistað. Brýnt er fyrir veiðimönnum að nota björgunarvesti við veiðarnar og aka alls ekki utan slóða. Með þeim hætti er sýnt gott fordæmi í umgengni við náttúruna. Þegar fólk heldur til veiða ber að koma við í Veiðihúsinu við Norðurá sem selt hefur veiðileyfin til að taka björgunarvesti. Þar er einnig svokallaður veiðivísir sem gefur frekari upplýsingar. Að veiðiferð lokinni er vestunum skilað og skráð í veiðibók afla dagsins. Veitt er á 2 stangir og eru þær seldar saman - verðið að neðan er fyrir 2 stangir í 1 dag. Samtals verð fyrir 2 stangir er kr. 26.900 - 32.900. Fluga er eina leyfilega agnið. Kvóti - 1 smálax á stöng á dag. Flóðatangasvæðið er fjölskylduvænt og tilvalið fyrir byrjendur. Mikilvægt er að snerta fisk sem allra minnst sem skal sleppa og helst að reyna að losa úr fiskinum niðri í vatninu. Veiðitími: 8-13 og 16-22 (15-21 eftir 14. ág) Veiðitímabil: 5. júní - 15. sept
  • Verð fyrir 2 stangir í heilan dag Stangardagurinn á kr. 14.000 Torfastaða svæðið í Soginu er svæði sem ekki hefur mikið farið fyrir í gegnum árin, þó menn hafi vitað af mjög góðri veiði, bæði á silungi og laxi. Torfastaðir eru á milli Alviðrusvæðisins og Bíldfellsins, á vesturbakka Sogsins. Svæðið nær frá ósum Tunguár, og niður að Álftavatni. Veitt er á 2 stangir á svæðinu, sem er rétt um 1,5 km langt. Gott aðgengi er að flestum stöðum en einnig auðvelt að “skanna” það á tveimur jafn fljótum. Ekkert veiðihús er á svæðinu. Mikilvægt er að senda veiðiskýrslu á [email protected] eftir veiðidag. Fluga er eina leyfilega agnið á svæðinu, eins og allstaðar í Soginu sjálfu. Öllum laxi skal sleppt aftur og sama gildir um bleikjuna. Níu merktir veiðistaðir eru á svæðinu. Einhendur duga ágætlega til að veiða þessa staði, en þó geta tvíhendur komið að góðum notum. Vorveiðin og snemmsumarsveiðin er oft mjög góð á Torfastaðasvæðinu. Bleikjan er ráðandi á þeim tíma, en einnig veiðast urriðar og sjóbirtingar fyrst á vorin. Þegar kemur inní sumarið þá eykst laxavonin, en allur lax sem er á leiðinni uppá Bíldsfells og Ásgarðssvæðið, gengur í gegnum Torfastaði. Bleikjuveiði á Torfastaðasvæðinu er oft mikil og góð bleikjurnar geta verið mjög vænar, alveg eins og annarstaðar í Soginu
  • Greitt fyrir 2 stangir í heilann dag en veiða má á 3 stangir, 24. sept Hefðbundinn veiðitími. Stöngin á 26.400 Alviðra - Sogið - Laxveiði Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík Veiðisvæði: Vesturbakki Sogs fyrir landi Alviðru og austurbakki neðan brúar við Þrastalund. Tímabil: 20. júní - 31. ágúst Veiðileyfi: Heilir dagar. Daglegur veiðitími: Frá kl. 7 - 13 og 16-22. Frá 10. ágúst þá er seinni vaktin frá 15-21 Fjöldi stanga: 2 stangir seldar saman í pakka - hægt að senda póst á [email protected] ef óskar er eftir stakri stöng Leyfilegt agn: Fluga Veiðireglur: Athugið, eingöngu er leyfð fluguveiði. Öllum laxi skal sleppt. Sleppa skal silungi. Veiðihús: Gott veiðihús er við ána en það fylgir ekki með þegar bókað er. Húsið er Rúmgott - 3 svefnherbergi - stofa - eldhús - baðherbergi. Rafmagn og heitt vatn. Hægt er að bóka húsið sérstaklega. Húsgjald er kr. 35.000. Sængur og koddar á staðnum. Hægt er að kaupa uppábúið og þrif. Sogið er Vatnsmikil Á og eru veiðimenn hvattir til að fara með gát og nota björgunarvesti við veiðar. Alviðra er upphald margra þeirra sem veiða reglulega í Soginu - svæðið er ægifagurt og þekkt fyrir stórlaxa sem hafa veiðst hafa í gegnum tíðina. Svæðið geymir þekkta veiðistaði eins og Kúagil og Ölduna.   Seldir eru stakri dagar.
  • Veiðileyfi í Hólaá, Útey. Hólaá rennur úr Laugarvatni og niður í Apavatn, og þaðan niður í Brúará. Áin er nokkuð vatnsmikil og hún er mjög góð veiðiá, ekki síst efsti hlutinn - Úteyjarsvæðið. Bleikja er ráðandi í ánni á sumrin en urriðinn er sterkur á vorin og haustin. ÚTEYJARSVÆÐIÐ Þegar bókuð eru leyfi á Úteyjarsvæðið, þá fylgir leyfi í hluta af Laugarvatni. Leyfilegt Agn: Áin, Fluga er eina leyfilega agnið í Júní-Júlí-Ágúst. Á vorin og í September er einnig leyfilegt að veiða á spún. Vatnið, Fluga+spúnn+maðkur leyfður allt tímabilið. Veiðitímabilið: 1. apríl - 24. sept Fjöldi Stanga: Leyfðar eru 8 stangir á svæðinu og eru þær seldar hér á vefnum. Ekki er reiknað með að veiðimenn deili stöng. 1 leyfi = 1 veiðimaður. Veiðireglur: Veiðimenn eru hvattir til að hirða fisk í hófi á veiðisvæðinu - þess utan er 3 bleikju kvóti í ánni í júní, júlí og ágúst. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum fiski í ánni á vorin. Ath – Fyrst á vorin getur aðgengi verið eilítið erfitt. Þarf þá mögulega að ganga frá bænum og niður að vatni/ánni - en reynt verður að laga það fyrir komandi tímabil. MIKILVÆGT ER AÐ SENDA VEIÐISKÝRSLU Á [email protected] EFTIR HVERN DAG eða skrá veiðina inná vefnum www.hafogvatn.is Veiðitími er frá 8 – 21
  • Ekki á lager
    Fossá í Þjórsárdal er falleg lax og silungsveiðiá sem rennur í efri hluta Þjórsár. Frá Hjálparfossi að ármótum við Þjórsá er eitt samfellt veiðisvæði. Veitt er af báðum bökkum árinnar, þar skiptast á flottar breiður, djúpir hyljir og fallegir strengir. Eitthvað af laxi gengur í ánna í júlí en besti tíminn er þegar líða fer að hausti. Undanfarin ár hefur mikið af vænum laxi veiðst í ánni þegar kemur inní sumarið en einnig veiðist bleikja, birtingur og urriði á laxasvæðinu fyrir neðan Hjálparfoss. Aðeins er veitt með flugu í Fossá og skal sleppa öllum fiski aftur í ánna. Ekkert veiðihús er við ána og eru veiðileyfi seld frá morgni til kvölds. Veitt er á 2 stangir og eru þær alltaf seldar saman (1 laus stöng = 1 dagur, báðar stangir). Stangardagurinn (1 stöng í 1 dag) er á kr. 15.000 - 90.000 á laxveiðitímanum. Lægra verð er í vorveiðina. Ef þig vantar aðstoð við að ganga frá bókun, hafðu þá samband í síma 897 3443 eða sendu póst á [email protected]
  • Silungasvæði Fossár er 2ja stanga veiðisvæði sem nær frá Háafossi að ofanverðu að Hjálpafossi að neðanverðu. Þessir fossar eru ófiskgengir en á milli fossana er mikið magn af urriða, bæði stórum og smáum. Háifoss er næst hæsti foss landsins og það getur verið ansi tilkomumikið að standa fyrir neðan hann og veiða fosshylinn, sem gefur oft góða fiska. Efri hluti silungasvæðis Fossár rennur í Gljúfri. Fáir veiðimenn veiða þetta svæði en þegar það er gert, þá hefur það stundum gefið mjög góða veiði. Þegar neðar er komið þá má finna fisk víða, á liggnum, í strengjum eða undir bökkum. Veiðistaðir eru ekki merktir við Fossá og krefst þetta veiðisvæði því þess að veiðimenn séu duglegir að ganga, leita og prufa sig áfram. Veitt er á 2 stangir í Fossá og eru þær seldar saman í pakka. Eingöngu er veitt á flugu og skal öllum fiski sleppt.
Go to Top