Nýjustu fréttir

  • lax

Laxá í Miklaholtshreppi – hérna eru veiðileyfin fyrir 2025

8. mars 2025|0 Comments

Laxá er nett tveggja stanga á sem á sér sameiginlegan ós við Straumfjarðará. Í hana gengur lax og töluvert af bleikju og sjóbirtingi. Áin hefur ekki verið í almennri sölu í all nokkur ár, þar til við tókum hana í sölu sumarið 2023. Veiðisvæðið í Laxá er tæplega 10 km og liggur frá Snæfellsnesvegi og niður að

  • alviðra

Sogið, Alviðra – Stakir dagar – laxveiði

27. febrúar 2025|0 Comments

Sogið er ein þekktasta veiðiá á Íslandi og í mörg ár var hún ein albesta laxveiðiá landsins. Í Soginu má einnig finna sterkan bleikjustofn og eru kusurnar sem veiðast í ánni þekktar langt út fyrir landsteinana. Sjóbirtingur og staðbundinn urriði veiðist einnig í ánni. Veiðisvæði árinnar eru nokkur og skiptast eftir þeim jörðum sem land eiga að

  • Þorsteinn J með væna bleikju úr Hlíðarvatni

Hlíðarvatn í Selvogi – sala hafin á lausum Árbliksdögum

26. febrúar 2025|0 Comments

Veiðileyfi í Hlíðarvatn í selvogi hafa verið í sölu hér á vefnum mörg undanfarin veiðitímabil. Þau veiðileyfi hafa tilheyrt Stangaveiðifélagi Árbliks í Þorlákshöfn og Fluguveiðifélagi Ármanna. Nú höfum við hafið bókanir fyrir Árblik fyrir komandi tímabil en 2 stangir eru seldar saman í pakka, 1 dagur í senn. sjá hér.  Allur maí er uppbókaður en nokkrir júní dagar

Brúará, Spóastaðir – Veiðileyfin eru hérna

18. febrúar 2025|0 Comments

Brúará hefur í mörg ár verið ein vinsælasta silungsveiðiá landsins. Við vorum að setja inná vefinn, leyfi fyrir landi Spóastaða en einnig eru leyfi  fyrir landi Skálholts hér á vefnum. Verð veiðileyfa í sumar á Spóastaðasvæðið er kr. 5.000 - óbreytt verð síðustu 3 ár. Veitt er að hámarki með 8 stöngum hvern dag og er leyfilegt

Silungasvæði Miðfjarðarár – Veiðileyfin fyrir 2025 er komin á vefinn

3. febrúar 2025|0 Comments

Lausir dagar á Silungasvæði Miðfjarðarár eru nú komnir á netið hjá okkur. Svæðið hefur verið í sölu á vefnum í nokkur ár, og yfirleitt selst nánast upp. Verði er stillt í hóf en dagurinn, 3 stangir með aðgang að húsi, er á kr. 70.000 fram til 20. ágúst, en þá lækkar verðið í 55.000. Á svæðinu veiðist bleikja,

Straumar í Borgarfirði – Lax og sjóbirtingsholl komin á vefinn

29. janúar 2025|0 Comments

Nú eru laus holl í Straumunum í Borgarfirði komin á vefinn. Veiðisvæði Straumana er þar sem Hvítá og Norðurá í Borgarfirði sameinast. Svæðið er að vonum mjög vinsælt meðal veiðimanna enda fer um svæðið gríðarlega mikið af laxi sem er á leið uppí laxveiðiárnar ofar á svæðinu. Í Straumunum veiðist m.a. lax sem er á leið í

Víðidalsá, Silungasvæði – laus síðsumarsholl

17. janúar 2025|0 Comments

Við vorum að setja inná vefinn, síðsumarsholl á Silungasvæði Víðidalsár. Silungasvæði Víðidalsár er neðsti hluti Víðidalsár áður en hún rennur í Hópið en svæðið er eitt besta silungasvæði landsins Mikið af vænni sjóbleikju veiðist á svæðinu en einnig veiðast vænir sjóbirtingar. Algeng stærð á bleikjunni er 2-3 pund, en 4-6 punda bleikjur veiðast iðulega. Hægt er að

Hvítá við Skálholt – vorveiðileyfin komin á vefinn

8. janúar 2025|0 Comments

Vorveiðileyfin í Hvítá við Skálholt eru núna komin á vefinn - seldar eru 2 stangir saman í pakka, stakrir dagar frá 1. apríl og fram til 10. júní. Við hvetjum alla til að sleppa Sjóbirtingi og niðurgöngu laxi á vorin. Leyfilegt agn er Fluga, maðkur og spúnn. Hérna má finna frétt frá því snemma í apríl í

Svartá í Skagafirði – leyfin fyrir 2025 komin á vefinn

7. janúar 2025|0 Comments

Búið er að opna fyrir sölu veiðileyfa í Svartá í Skagafirði fyrir komandi veiðisumar. Svartá er mjög góð 4ra stanga urriðaá en veiðisvæðið er rétt um 20 km langt. Eina leyfilega agnið er Fluga. Síðustu ár hefur verið markvisst unnið að uppbygging Svartár og liður í þeirri uppbyggingu hefur verið að öllum urriða sem veiðist er