Við vorum að setja inná vefinn nokkur laus holl í Blöndu IV
Svæði IV í Blöndu er gríðarfallegt og hefur veiðin, sum sumrin, verið hreint út sagt mögnuð. Vatn Blöndu er á þessu svæði blátært og veiðisvæðið mjög svo ólíkt því neðra, fallegir nettir hyljir, gljúfur, gyl og veiðilegar breiður. Á þessu svæði fara nettari flugustangir vel: einhendur og nettar switch stangir.
Veitt er á 3 stangir í Blöndu IV og er fluga eina leyfilega agnið. Fínt hús er á svæðinu sem veiðimenn dvelja í – húsgjald er innifalið i verðinu, þrif og uppábúið.
Hollinu sem laus eru, eru bæði í lok júní á tíma sem má skilgreina sem silungsveiði með laxavon.
Einnig holl í júlí á góðum tíma og eitt laust holl um miðjan ágúst.
Þess má geta að vatnsstaða Blöndulóns er mjög lá núna, mun lægri en að meðaltali á þessum árstíma. Líkur eru á að það taki allt sumarið að fylla uppí lónið svo yfirfall myndist. Gæti farið svo að hægt verði að veiða í Blöndu fram í September.
 
			
					 
													 
				 
				 
				 
				 
				