Home/Fréttir

Gufuá í Borgarfirði – smá veiðifréttir

Veiðin í Gufuá hefur farið rólega af stað, þó flestir veiðimenn hafi haft sömu sögu að segja - að mikið væri af laxi niðri á Ósasvæðinu. Við heyrðum í veiðimönnum sem voru við ána í gær. Þeir náðu 6 löxum á land og sögðu mikið líf vera frá svæði 0 og uppí stað nr. 6.

2020-07-12T22:21:12+00:0012. júlí 2020|Fréttir|

Veiðisvæði Úteyjar í Hólaá og Laugarvatni, komið í sölu á veiða.is

Hólaá rennur úr Laugarvatn, yfir í Apavatn og þaðan í Brúará. Hólaá er mjög góð bleikju og urriðaá og allt agn er leyfilegt, fluga/maðkur/spúnn. Bleikjan er alls ráðandi yfir sumarið í ánni en urriðinn yfirleitt sterkur á vorin og haustin. Úteyjar svæðið í Hólaá er efsta svæðið í ánni, nær frá laugarvatni á suður/vesturbakka árinnar.

2020-07-08T09:14:10+00:008. júlí 2020|Fréttir|

Brúará – Skálholt – Veiðifréttir

Skálholtssvæðið í Brúará kom í sölu til okkar í vor. Um er að ræða svæðið sem nær frá Spóastaðasvæðinu að neðanverðu og niður undir ármótin við Hvítá. Svæðið er fjölbreytt og nokkuð stórt. Almenn ástundun hefur ekki verið mikil síðustu árin en nú í ár fá veiðimenn að kynnast þessu flotta svæði. Aðgengi að

2020-06-29T09:33:31+00:0029. júní 2020|Fréttir|

Galtalækur – góð veiði

Hrafn H Hauksson og félagi hans kíktu í Galtalæk fyrir helgina. Þeir dvöldu við lækinn í ca. 4 klst og áttu góða stund. Glimrandi gott veður var þann dag og veiðin var einnig mjög góð. Á þessum 4 tímum náðu þeir 8 fiskum, þeir stærstu voru á bilinu 50-55 cm langir. Flott veiði það.

2020-06-22T12:23:08+00:0022. júní 2020|Fréttir|

Hvolsá og Staðarhólsá – forfallaholl að losna

Sumarið er og hefur verið uppbókað í Hvolsá og Staðarhólsá. Bæði júlí og ágúst full bókaðir - en núna vorum við að fá í endursölu 2 holl um miðjan júlí. Það eru 13-15. júlí og 15-17. júlí. Þessi holl eru í eigum erlendra veiðimanna sem komast ekki til landsins. Hérna má finna nánari upplysingar um

2020-06-21T22:51:46+00:0021. júní 2020|Fréttir|

Ytri Rangá – opnunarvaktin

Veiðin hófst í Ytri Rangá í morgun. Í júní er veitt á max 12 stangir í Ytri Rangá og eru 3 neðstu svæðin mest stunduð - en einungis hluti leyfilegra stanga var nýttur í morgun. Þegar veiði hófst var töluverð spenna í hópnum, enda hafði sést til laxa í ánni fyrir all mörgum dögum síðan.

2020-06-20T13:44:19+00:0020. júní 2020|Fréttir|

Mýrarkvísl – laxinn er mættur

Mýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Veiðitímabilið er hafið fyrir löngu í Mýrarkvísl en flestir þeirra sem heimsækja Kvíslina i júní eru að sækja hana heim vegna urriðans í ánni - mikið er af urriða í ánn og þeir stærstu sem veiðast ár hvert eru vel yfir 60 cm langir. Erlendir veiðimenn sem

2020-06-17T17:20:59+00:0017. júní 2020|Fréttir|