/Fréttir

Ytri Rangá – Stærsti lax sumarsins og risa birtingur

Veiðin í Ytri Rangá  hefur verið góð síðustu daga. Lúsugir fiskar eru að veiðast uppá nánast hvern einasta dag og stór sjóbirtingsganga kom inná neðra svæðið fyrr í vikunni. Síðasta vika gaf 217 laxa og einn stærsti dagur ágústmánaðar var í fyrradag, þegar 44 löxum var landað á svæði Ytri Rangár. Í vikunni hafa

2019-08-16T18:48:30+00:0016. ágúst 2019|Fréttir|

Fossá – veiðifrétt

Fossá í Þjórsárdal er fantagóð síðsumars laxveiðiá. Hennar tími er að hefjast núna. Veiðimaður sem leit við í Fossá í dag áttu fínan eftirmiðdag. Í fosshylnum náði hann í pattaralega hrygnu, 78 cm langa og síðan tók einn nettur sjobirtingur fluguna hans að auki. Fossá er undir meðallagi í vatni, en þó er nokkuð

2019-08-14T22:50:14+00:0014. ágúst 2019|Fréttir|

Hvolsá og Staðarhólsá – veiðifréttir

Laxveiðin hefur ekki verið auðveld í Hvolsá og Staðarhólsá í sumar, sérstaklega af sökum þurrka. Töluvert af laxi er þó á svæðinu. Í heildina eru komnir hátt í 50 laxar á land en síðasta holl landaði 7 löxum. Hvolsá og Staðarhólsá eru ekki bara laxveiðiár, heldur veiðist ansi drúgt af bleikju á svæðinu. Í sumar

2019-08-13T10:08:59+00:0013. ágúst 2019|Fréttir|

Fremri Laxá – Forfallaholl 13-15. ágúst

Veiðin í Fremri Laxá er búin að vera frábær í sumar, eins og flest sumur - aðallega veiðist urriði og mikið af honum, en einnig slatti af laxi. Við vorum að fá 2ja daga holl í sölu þar sem veiðimenn voru að forfallast. Það fæst á góðu verði vegna stutts fyrirvara. Sjá hérna.

2019-08-11T20:15:15+00:0011. ágúst 2019|Fréttir|

Hlíðarvatn – veiðileyfi og veiðifréttir

Veiðin í Hlíðarvatni hefur verið góð heilt yfir í sumar. Hitinn hefur samt áhrif á sum svæði við vatnið, sérstaklega þau grynnri, þar sem bleikjan leitar yfirleitt í kaldara vatn. Í Hlíðarvatni er heimilt að veiða bæði á flugu og spún/spinner - við höfum séð á veiðibókum að spinnerinn hefur gefið vel fyrir suma veiðimenn

2019-08-08T19:57:41+00:008. ágúst 2019|Fréttir|

Búðardalsá – laus holl

Það voru að losna 2 holl í Búðardalsá. Hollin eru 5-7. ágúst og 7-9. ágúst. Annað hollið er líklega farið. Stangardagurinn á kr. 69.000 með uppábúnum rúmum. Rúm fyrir allt að 6 manns. Í Búðardalsá er heimilt að veiða á flugu og maðkur. Sendið póst á info@veida.is fyrir frekari Upplýsingar.

2019-08-02T23:27:48+00:002. ágúst 2019|Fréttir|

Fossá – laxinn að sýna sig í Fossá

Veiðimenn sem voru á laxasvæðinu í Fossá í gærmorgunn, 30. júlí, áttu góðar stundir. Þeir einbeittu sér fyrst og fremst að fossasvæðinu, fyrir neðan Hjálparfoss. Þar náðu þeir einum laxi, settu í annan og sáu töluvert af laxi til viðbótar - bæði ofarlega í fossstrengnum og fyrir neðan hann. Fram undan er besti tíminn í

2019-07-31T09:15:33+00:0031. júlí 2019|Fréttir|

Ytri Rangá – veiðifréttir og lausar stangir

Veiðin í Ytri Rangá fór rólega af stað í júní og í júlí hefur verið hægur stígandi, viku til viku. Síðustu dagar hafa flestir verið góðir og í gær var stærsti dagurinn í sumar, á Ytri Rangár svæðinu þegar um 40 löxum var landað. Framundan er stækkandi straumur og ef Ytri Rangá er að

2019-07-25T11:38:50+00:0025. júlí 2019|Fréttir|

Fáskrúð í Dölum – laus holl

Við vorum að setja í sölu 2 laus forfallaholl í Fáskrúð - Fáskrúð í Dölum er fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi laxveiðiá sem skilur að Laxárdalshrepp og Hvammssveit en áin á upptök sín á Gaflfellsheiði tugi kílómetra frá sjó og fellur svo til sjávar í Hvammsfjörð um 8 km fyrir norðan Búðardal. Áin liðast ein um 20

2019-07-20T10:05:13+00:0020. júlí 2019|Fréttir|