Galtalækur er nettur lækur/veiðiá sem geymir stóra urriða, og smáa. Galti getur verið strembinn and einnig gefið mjög góða veiði. Oft þarf að nálgast hann með aðgát og reyna að styggja fiskinn sem minnst, þó það geti verið erfitt. Vorið hefur verið fínt í Galtalæk og fínir veiðidagar litið dagsins ljós – síðasti fimmtudagur, 16. maí var einn þeirra.

Þennan fína fimmtudag þá veiddi erlendur veiðimaður Galtalæk, með leiðsögumann sér við hlið.  Einbeittu þeir sér að neðri hluta árinnar, frá Steinboga og næstu 3 staði þar fyrir neðan. Þegar komið var að læknum þá sáu þeir strax fiska í veiðistað nr 10 sem er fyrir neðan Steinbogann – Það tók nokkur köst og nokkrar flugur til að finna út hvað freistaði urriðans þennan dag en veitt var með 2 flugum – það var svo Pheasant tail nr 18, óþyngd, sem gerði gæfumuninn. Stór fiskur, líklega 60-65 cm langur var sá sem tók fluguna fyrst allra – eftir nokkrar ferðir upp og niður hylinn, náði hann að flækja línuna í kringum steinninn sem er neðst í hylnum og þar sleit hann og fór með fluguna góðu. Sem betur fer var önnur slík fluga í boxi leiðsögumannsins og næstu 2 tíma á eftir þá settu þeir í 6 aðra fiska, neðan og ofan Steinbogans. Stærsti fískurinn sem kom á land var rétt um 58cm langur, en hann lá í felum í hvítfryssinu ofan steinbogans.

Veiðimaðurinn missti síðan 2 stóra fiska í veiðistað nr. 9. Samtals setti hann í 11 fiska þennan dag part og landaði 7 af þeim.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá deginum og Hérna má finna lausa daga í Galtalæk.