Veiði í Langadalsá er hafin en við vorum búin að segja frá því í lok júní að laxinn mætti snemma, fyrr en mörg undanfarin ár.
Opnunardagurinn gaf 4 laxa í Langadalsá og sögðu veiðimenn að til lax hafi sést víða um ánna, m.a. sáumst um 10 fiskar við efstu brúna (efri Brúarstrengur og Iðusteinar). Fyrstu 2 dagarnir skiluðu 6 löxum í bók og nokkrir sluppu undan flugum veiðimanna.
Meðfylgjandi eru myndir af 2 löxum sem komu á land í opnunni. Siggi og Gummi með sitthvorn laxinn.
