Veiðin á Skálholtssvæðinu í Brúará hefur verið flott núna í apríl. Fleiri og fleiri veiðimenn eru að kynnast svæðinu og átta sig betur á veiðistöðum og hegðun fisksins, eftir árstíðum. Núna í apríl virðist mikið af sjóbirtingi vera á svæðinu. Alveg frá Litlahver og niður ána – best aðgengi er að svæðinu í kringum Litlahver en við vitum af veiði neðar í ánni. Einnig veiðist staðbundinn urriði og bleikja.
Við erum að reyna að safna saman veiðitölum og hvetjum alla veiðimenn til að skrá jafnóðum veiðina, inná hafogvatn.is – Hérna er bókin fyrir skálholtssvæðið í Brúará,
Verð veiðileyfa á Skálholtssvæðið er lágt, á alla mælikvarða – einungis kr. 3.950 stöngin á dag – við hvetjum veiðimenn til að ganga vel um svæðið og skila skýrslu inná hafogvatn, eða með því að senda á [email protected], eftir hvern veiðidag.
Góða skemmtun.