Nú er ljóst að Blanda mun ekki fara á yfirfall á næstunni, jafnvel ekkert á þessu veiðitímabili. Því er ljóst að hægt verður að veiða í Blöndu vel fram í september. Nú höfum við sett inná vefinn, alla lausa daga á Svæðum I-II og III í Blöndu. Svæðin eru seld sér og hægt er að bóka stakar stangir.
Verði veiðileyfa er stillt í hóf. Leyfið á dag er frá kr. 14.000 – 29.000.
Seldir eru heilir dagar – Stakar stangi – engin gisting, ekkert hús. Einfalt og gott.
Veiðiskýrslu skal skilað í lok hvers dags, [email protected]