Skálholtssvæðið í Brúará er tiltölulega nýkomið í almenna sölu og veiðimenn er ennþá að kortleggja það og hegðun fisksins á svæðinu, yfir vor og sumarmánuðina. Veiðin undanfarið, í veðurblíðunni, hefur verið góð.
Vorveiðin var flott á Skálholtssvæðinu í Brúará – töluvert af birtingi, urriða og bleikju veiddist þá. Þegar komið er inní sumarið þá eru veiðimenn einna helst að leita af bleikjunni. Síðustu daga hafa veiðimenn kíkt á svæðið og fundið bleikju víða – veðurblíðan hefur hjálpað og þá helst þegar bleikjan sést í uppítöku eða nálægt bakkanum. Svæðið upp af hverasvæðinu hafa verið drjúg og skilað flottum bleikjum.
Nú í vikunni eru leyfin á Skálholtssvæðið á enn betra verði. Sjá hérna