Veiði hófst í Eystri Rangá í morgun. Við erum að bíða eftir fréttum frá öllum svæðunum, en veitt er með 12 stöngum núna í upphafi tímabils. Strax í morgun, uppúr kl. 8 þá voru veiðimenn á svæðum í neðri hluta árinnar búnir að setja í og landa 2 löxum. Einn kom á Bátsvaðinu og annar í Tjarnarhyl. Sá sem kom á land í Tjarnarhylnum, var 88 cm langur hængur, sjá mynd. Við bíðum frétta af öðrum svæðum i ánni.
Í morgun þegar veiði hófst, þá var örlítill litur á ánni enda búið að rigna ágætlega á suðurlandi í nótt og síðdegis í gær.
Update – uppúr kl. 11 höfðum við heyrt af 4 löxum í neðri hluta árinnar, – enn eigum við e. að fá fréttir að ofan.
Update – uppúr kl. 12:30 höfðum við heyrt af 7 löxum á land og töluvert af misstum laxi
Update – Um kl. 19 voru 16 laxar komnir á land. Öll svæði nema svæði 2, hefur gefið fisk í dag og sögðu veiðimenn að fiskur væri að ganga í gegnum svæðin – fiskar hefðu sést víða, á lofti.
 
			
					 
													
 
				 
				 
				 
				 
				