Flóðatangi – Neðsta veiðisvæði Norðurár er komið í sölu á veiða.is.
Seldar eru 2 stangir saman á flottu verði, kr. 22.600 dagurinn. Silungsveiði með laxavon.
Neðst í Norðurá er tveggja stanga Laxa og silungasvæði sem kallað hefur verið Flóðatangasvæði. Þar í gegn fer allur sá lax sem gengur í ána og því sannarlega von að ná þar í lax. Á svæðinu er einnig nokkuð af staðbundnum silungi, urriða og bleikju. Þar eru nokkrir fornfrægir veiðistaðir eins og Kastalahylur, Hlöðutúnskvísl og Ármót en svæðið býður upp á marga veiðistaði. Veiðimörk eru vel merkt og er brýnt að virða þau.
 
			
					 
													 
				 
				 
				 
				 
				