Gufuá í Borgarfirði fór hægt af stað í sumar en í dag fengum við skýrslu frá veiðimanni sem var við ána í dag – Gufuá er 2ja stanga laxveiðiá. Seldir eru stakir dagar og stakar stangir og leyfilegt er að veiða á maðk og flugu.
Fínt vatn var í Gufuá í dag, sem annars getur verið ansi nett – Hann Gulli, sem var í ánni í dag, sagði okkur að hann hefði fengið 2 laxa og einn urriða/birting. Alla fyrir ofan þjóðveg – veiðistaður 22 og fossinn gáfu laxa. 84cm löng hrygna fékk líf og er núna að á ferðinni fyrir ofan foss. Silungurinn fékkst á veiðistað nr 44.
Veiðileyfin í Gufuá eru á kr. 28.600 núna í ágúst og lækka niður í um kr. 22.00 í sept. Hérna má finna lausa daga.