Bókanir í Hallá á Skagaströnd fyrir sumarið 2025 hefjast von bráðar. Nýr leigutaki tekur við ánni fyrir komandi sumar, Guðmundur Atli Ásgeirsson. Við munum selja laus holl í Hallá hérna á vefnum, eins og undanfarin ár. Ef þú hefur áhuga á dögum í Hallá, sendið þá póst á [email protected]
Hallá er falleg lítil dragá sem rennur til sjávar rétt sunnan við Skagaströnd í um 10 mínútna fjarlægð frá þjóðvegi 1 við Blönduós. Veiðisvæðið er um 12 km að lengd og er veitt á tvær stangir. Leyfilegt er að veiða á flugu í Hallá. Ágætt veiðihús er á góðum stað við ána.