Veiðileyfi í Hópið eru nú komin á vefinn hjá okkur fyrir komandi tímabil.
Hópið er fimmta stærsta náttúrulega vatn landsins og gætir þar flóðs og fjöru, misjafnt þó. Á mikilli fjöru stendur Þingeyrarif vel upp úr og skiptir vatninu nánast í tvennt þó alltaf skorti eitthvað upp á að það nái vesturbakkanum, en endi rifsins er nokkuð til marks um veiðilega staði norður með vesturbakkanum.
Allt agn er leyfilegt í hópinu, fluga – maðkur og spúnn.
Í Hópinu eru allir þekktir laxfiskar á Íslandi. Um vatnið fara laxar á leið sinni í Víðidalsá og Gljúfurá, þar er töluvert af staðbundum urriða, en ekki síður sjóbirtingur sem getur orðið mjög vænn. Bleikja er töluverð í vatninu og þá ekki síst sjóbleikja sem skv. rannsóknum líður svo vel í Hópinu að einungis þriðjungur hennar gengur alveg til sjávar, helst vill hún bara halda sig í vatninu og út að ósi.
Dagleyfi eru seld í hópið en einnig eru seld sumarkort. Hérna má finna leyfin í Hópið.